Enski boltinn

Mourinho: Verð að hvíla Zlatan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zlatan og Mourinho fagna eftir leikinn gegn Crystal Palace á miðvikudaginn.
Zlatan og Mourinho fagna eftir leikinn gegn Crystal Palace á miðvikudaginn. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði Zlatan Ibrahimovic á blaðamannafundi í dag. Mourinho sagði þó að hann yrði finna leið til að hvíla hinn 35 ára gamla Zlatan.

Sænski framherjinn skoraði sigurmark United gegn Crystal Palace á miðvikudaginn en það var níunda mark hans í ensku úrvalsdeildinni.

Zlatan hefur spilað 15 af 16 deildarleikjum liðsins í vetur. Eini leikurinn sem hann missti af var gegn Arsenal þar sem Svíinn tók út leikbann.

„Við eigum leik á morgun og síðan fáum við viku hvíld sem við þurfum á að halda,“ sagði Mourinho en United sækir West Brom heim á morgun.

„Í sumum stöðum geturðu sparað þig aðeins en þú getur ekki falið þig sem framherji. Hann hefur staðið sig frábærlega og mun spila á morgun. En augljóslega getur hann ekki spilað 60 leiki. Ég verð að hvíla hann,“ sagði Mourinho og viðurkenndi að United þyrfti á Zlatan að halda því hann væri eigi eiginlegi „target“ framherji liðsins.

Leikur West Brom og Man Utd hefst klukkan 17:30 á morgun. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport HD.


Tengdar fréttir

Owen lét Mourinho ekki slá sig útaf laginu

Michael Owen stendur við gagnrýni sína á sænska framherjann Zlatan Ibrahimovic og var óhræddur að svara Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×