Enski boltinn

Penninn á lofti á Goodison Park

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Barry, Baines og Holgate krotuðu allir undir nýja saminga í dag.
Barry, Baines og Holgate krotuðu allir undir nýja saminga í dag. vísir/getty
Stuðningsmenn Everton fengu góða jólagjöf í dag þegar þrír leikmenn skrifuðu undir nýja samninga við félagið.

Gareth Barry, sem er næstleikjahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, framlengdi samning sinn til sumarsins 2018.

Barry, sem er 35 ára, kom til Everton frá Manchester City fyrir þremur árum.

Annar reynslubolti, Leighton Baines, framlengdi samning sinn til 2019.

Hinn 32 ára gamli Baines er á sínu tíunda tímabili hjá Everton. Hann kom til liðsins frá Wigan Athletic 2007. Baines á að baki 351 leik fyrir Everton.

Þá framlengdi varnarmaðurinn efnilegi, Mason Holgate, samning sinn til 2021.

Holgate kom til Everton frá Barnsley í fyrra. Hann hefur leikið sex leiki fyrir Bítlaborgarfélagið.

Everton er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Liverpool á mánudaginn.


Tengdar fréttir

Koeman segir Wenger alltaf væla yfir dómgæslunni

Ronald Koeman, knattspyrnustjóra Everton, kom það ekkert á óvart að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hafi kvartað undan dómgæslunni eftir að Everton vann Arsenal í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×