Erlent

Gífurleg loftmengun herjar á Kínverja

Samúel Karl Ólason skrifar
Samsett mynd sem sýnir ástandið í Peking í dag.
Samsett mynd sem sýnir ástandið í Peking í dag. Vísir/AFP
Umhverfisyfirvöld í Kína hafa ráðlagt forsvarsmönnum 23 borga í landinu að gefa út „rauða aðvörun“ vegna mengunar. Um er að ræða hæsta mögulega viðvörunarstigið vegna mengunar. Mengunin er sögð vera sú versta frá því í haust.

Hlýt og rakt andrúmsloft fangar mengun yfir norðanverðu landinu og mun draga verulega úr loftgæðum.

Samkvæmt CCTV verður öllum byggingasvæðum lokað, einhverjum verksmiðjum verður einnig lokað og skólar verða stöðvaðir. Bílar verða bannaðir á götum borga, eftir því hvort númer þeirra enda á sléttri tölu eða oddatölu og akstur bíla sem menga mikið verða alfarið bannaður.

Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir þróun loftmengunar í Peking í dag(í nótt að íslenskum tíma).

Umhverfið í Kína hefur látið verulega á sjá eftir einstklega hraða þéttinga byggða og aukinnar iðnvæðingar á undanförnum áratugum. Búist er við því að við viðvörunin verði í gildi í öllum borgunum til 21. desember.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×