
Það gæti orðið langt ferli áður en við vitum hvað við getum gert.“
Grillskálinn var ekki aðeins bensínstöð heldur samverustaður bæjarbúa til 50 ára. Þar komu bæjarbúar og fengu sér kaffi og oft hádegismat. Eggert segir að um leið og lögreglan og tryggingarnar ljúki sinni vinnu þá verði tekin ákvörðun um hvort skálinn verði byggður á ný.
„Það verður pressa á okkur að byggja hann upp á nýtt, ég átta mig á því. En eldsneytissalan er allavega fyrsta skrefið þannig nú geta heimamenn skotist að kaupa jólagjafir á fullum bíl af eldsneyti.“
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.