Fær risastyrk til að leita að „áfallastreitugeninu“ Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2016 09:47 Unnur Anna Valdimarsdóttir er prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands. Mynd/Háskóli Íslands Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands, hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk, um 240 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknarráðinu (European Research Council) til rannsókna á erfðum heilsufars í kjölfar streituvaldandi atburða. Í tilkynningu frá Háskólanum segir að styrkurinn sé mikil viðurkenning á vísindalegu framlagi Unnar Önnu og samstarfsmanna hennar við Háskóla Íslands og Íslenska erfðagreiningu. Haft er eftir Unni Önnu að rannsóknin snúist fyrst og fremst um að skilja betur þátt erfða í því af hverju sumir einstaklingar missa heilsu í kjölfar áfalla á meðan aðrir þolendur sambærilegra áfalla gera það ekki. „Þær spurningar sem við höfum lagt fram, og þær aðstæður sem við höfum til að svara þeim, eru einstakar á heimsvísu. Við vonumst til að ný þekking sem fæst úr rannsókninni nýtist í framtíðinni til að þróa fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem eru í aukinni áhættu á heilsubresti í kjölfar áfalla," segir Unnur Anna. Hún segir styrkinn vera mikla viðurkenningu á þeim einstaka íslenska efnivið og gagnagrunnum sem Íslendingar eigi til vísindarannsókna á heilbrigðissviði. Styrkurinn geri þeim kleift að gera enn betur og vinna að rannsóknum sem eigi sér enga hliðstæðu annarsstaðar í heiminum. „Unnur Anna Valdimarsdóttir er með afkastameiri vísindamönnum Háskóla Íslands. Nýlega vakti mikla athygli rannsókn hennar og samstarfsfólks við Háskólann, og fjölda virtra erlendra stofnanna, sem sýndi fram á að karlar og konur sem nýlega höfðu greinst með krabbamein væru í verulega aukinni hættu á sjálfsvígi og skyndilegu andláti vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Einnig hafa rannsóknir hennar og samstarfsmanna á ástvinamissi og náttúruhamförum sýnt fram á veruleg áhrif á heilsufar eftirlifenda. Nýja rannsóknin er nokkurs konar framhald af þessum rannsóknum,“ segir í tilkynningunni. Unnur Anna segir að þetta sé fyrsta rannsóknin á heimsvísu sem hafi forsendur til að svara þeim mikilvægu spurningum sem rannsóknin fæst við. Með ítarlegar erfðaupplýsingar og heilsufarsgagnagrunna yfir heila þjóð geta Íslendingar, sem áður, verið í fararbroddi í þekkingarsköpun á þessu sviði. „Þannig nýtum við í rannsóknateyminu þann einstaka efnivið sem fólginn er í erfðagrunni Íslenskrar erfðagreiningar, Íslendingabók og í íslenskum heilbrigðisgagnagrunnum. Með þeim gögnum getum við skoðað tengsl erfðabreytileika við breytileika í sjúkdóma- og dánartíðni Íslendinga í kjölfar algengra streituvaldandi atburða, svo sem eftir ástvinamissi eða eftir greiningu alvarlegs sjúkdóms á borð við krabbamein. Við munum einnig skipuleggja stórar framsýnar rannsóknir til að greina erfðabreytileika sem tengjast einkennum áfallastreituröskunar eftir áföll á borð við kynferðisofbeldi og náttúruhamfarir,“ segir Unnur. Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands, hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk, um 240 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknarráðinu (European Research Council) til rannsókna á erfðum heilsufars í kjölfar streituvaldandi atburða. Í tilkynningu frá Háskólanum segir að styrkurinn sé mikil viðurkenning á vísindalegu framlagi Unnar Önnu og samstarfsmanna hennar við Háskóla Íslands og Íslenska erfðagreiningu. Haft er eftir Unni Önnu að rannsóknin snúist fyrst og fremst um að skilja betur þátt erfða í því af hverju sumir einstaklingar missa heilsu í kjölfar áfalla á meðan aðrir þolendur sambærilegra áfalla gera það ekki. „Þær spurningar sem við höfum lagt fram, og þær aðstæður sem við höfum til að svara þeim, eru einstakar á heimsvísu. Við vonumst til að ný þekking sem fæst úr rannsókninni nýtist í framtíðinni til að þróa fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem eru í aukinni áhættu á heilsubresti í kjölfar áfalla," segir Unnur Anna. Hún segir styrkinn vera mikla viðurkenningu á þeim einstaka íslenska efnivið og gagnagrunnum sem Íslendingar eigi til vísindarannsókna á heilbrigðissviði. Styrkurinn geri þeim kleift að gera enn betur og vinna að rannsóknum sem eigi sér enga hliðstæðu annarsstaðar í heiminum. „Unnur Anna Valdimarsdóttir er með afkastameiri vísindamönnum Háskóla Íslands. Nýlega vakti mikla athygli rannsókn hennar og samstarfsfólks við Háskólann, og fjölda virtra erlendra stofnanna, sem sýndi fram á að karlar og konur sem nýlega höfðu greinst með krabbamein væru í verulega aukinni hættu á sjálfsvígi og skyndilegu andláti vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Einnig hafa rannsóknir hennar og samstarfsmanna á ástvinamissi og náttúruhamförum sýnt fram á veruleg áhrif á heilsufar eftirlifenda. Nýja rannsóknin er nokkurs konar framhald af þessum rannsóknum,“ segir í tilkynningunni. Unnur Anna segir að þetta sé fyrsta rannsóknin á heimsvísu sem hafi forsendur til að svara þeim mikilvægu spurningum sem rannsóknin fæst við. Með ítarlegar erfðaupplýsingar og heilsufarsgagnagrunna yfir heila þjóð geta Íslendingar, sem áður, verið í fararbroddi í þekkingarsköpun á þessu sviði. „Þannig nýtum við í rannsóknateyminu þann einstaka efnivið sem fólginn er í erfðagrunni Íslenskrar erfðagreiningar, Íslendingabók og í íslenskum heilbrigðisgagnagrunnum. Með þeim gögnum getum við skoðað tengsl erfðabreytileika við breytileika í sjúkdóma- og dánartíðni Íslendinga í kjölfar algengra streituvaldandi atburða, svo sem eftir ástvinamissi eða eftir greiningu alvarlegs sjúkdóms á borð við krabbamein. Við munum einnig skipuleggja stórar framsýnar rannsóknir til að greina erfðabreytileika sem tengjast einkennum áfallastreituröskunar eftir áföll á borð við kynferðisofbeldi og náttúruhamfarir,“ segir Unnur.
Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira