Fær risastyrk til að leita að „áfallastreitugeninu“ Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2016 09:47 Unnur Anna Valdimarsdóttir er prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands. Mynd/Háskóli Íslands Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands, hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk, um 240 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknarráðinu (European Research Council) til rannsókna á erfðum heilsufars í kjölfar streituvaldandi atburða. Í tilkynningu frá Háskólanum segir að styrkurinn sé mikil viðurkenning á vísindalegu framlagi Unnar Önnu og samstarfsmanna hennar við Háskóla Íslands og Íslenska erfðagreiningu. Haft er eftir Unni Önnu að rannsóknin snúist fyrst og fremst um að skilja betur þátt erfða í því af hverju sumir einstaklingar missa heilsu í kjölfar áfalla á meðan aðrir þolendur sambærilegra áfalla gera það ekki. „Þær spurningar sem við höfum lagt fram, og þær aðstæður sem við höfum til að svara þeim, eru einstakar á heimsvísu. Við vonumst til að ný þekking sem fæst úr rannsókninni nýtist í framtíðinni til að þróa fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem eru í aukinni áhættu á heilsubresti í kjölfar áfalla," segir Unnur Anna. Hún segir styrkinn vera mikla viðurkenningu á þeim einstaka íslenska efnivið og gagnagrunnum sem Íslendingar eigi til vísindarannsókna á heilbrigðissviði. Styrkurinn geri þeim kleift að gera enn betur og vinna að rannsóknum sem eigi sér enga hliðstæðu annarsstaðar í heiminum. „Unnur Anna Valdimarsdóttir er með afkastameiri vísindamönnum Háskóla Íslands. Nýlega vakti mikla athygli rannsókn hennar og samstarfsfólks við Háskólann, og fjölda virtra erlendra stofnanna, sem sýndi fram á að karlar og konur sem nýlega höfðu greinst með krabbamein væru í verulega aukinni hættu á sjálfsvígi og skyndilegu andláti vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Einnig hafa rannsóknir hennar og samstarfsmanna á ástvinamissi og náttúruhamförum sýnt fram á veruleg áhrif á heilsufar eftirlifenda. Nýja rannsóknin er nokkurs konar framhald af þessum rannsóknum,“ segir í tilkynningunni. Unnur Anna segir að þetta sé fyrsta rannsóknin á heimsvísu sem hafi forsendur til að svara þeim mikilvægu spurningum sem rannsóknin fæst við. Með ítarlegar erfðaupplýsingar og heilsufarsgagnagrunna yfir heila þjóð geta Íslendingar, sem áður, verið í fararbroddi í þekkingarsköpun á þessu sviði. „Þannig nýtum við í rannsóknateyminu þann einstaka efnivið sem fólginn er í erfðagrunni Íslenskrar erfðagreiningar, Íslendingabók og í íslenskum heilbrigðisgagnagrunnum. Með þeim gögnum getum við skoðað tengsl erfðabreytileika við breytileika í sjúkdóma- og dánartíðni Íslendinga í kjölfar algengra streituvaldandi atburða, svo sem eftir ástvinamissi eða eftir greiningu alvarlegs sjúkdóms á borð við krabbamein. Við munum einnig skipuleggja stórar framsýnar rannsóknir til að greina erfðabreytileika sem tengjast einkennum áfallastreituröskunar eftir áföll á borð við kynferðisofbeldi og náttúruhamfarir,“ segir Unnur. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands, hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk, um 240 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknarráðinu (European Research Council) til rannsókna á erfðum heilsufars í kjölfar streituvaldandi atburða. Í tilkynningu frá Háskólanum segir að styrkurinn sé mikil viðurkenning á vísindalegu framlagi Unnar Önnu og samstarfsmanna hennar við Háskóla Íslands og Íslenska erfðagreiningu. Haft er eftir Unni Önnu að rannsóknin snúist fyrst og fremst um að skilja betur þátt erfða í því af hverju sumir einstaklingar missa heilsu í kjölfar áfalla á meðan aðrir þolendur sambærilegra áfalla gera það ekki. „Þær spurningar sem við höfum lagt fram, og þær aðstæður sem við höfum til að svara þeim, eru einstakar á heimsvísu. Við vonumst til að ný þekking sem fæst úr rannsókninni nýtist í framtíðinni til að þróa fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem eru í aukinni áhættu á heilsubresti í kjölfar áfalla," segir Unnur Anna. Hún segir styrkinn vera mikla viðurkenningu á þeim einstaka íslenska efnivið og gagnagrunnum sem Íslendingar eigi til vísindarannsókna á heilbrigðissviði. Styrkurinn geri þeim kleift að gera enn betur og vinna að rannsóknum sem eigi sér enga hliðstæðu annarsstaðar í heiminum. „Unnur Anna Valdimarsdóttir er með afkastameiri vísindamönnum Háskóla Íslands. Nýlega vakti mikla athygli rannsókn hennar og samstarfsfólks við Háskólann, og fjölda virtra erlendra stofnanna, sem sýndi fram á að karlar og konur sem nýlega höfðu greinst með krabbamein væru í verulega aukinni hættu á sjálfsvígi og skyndilegu andláti vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Einnig hafa rannsóknir hennar og samstarfsmanna á ástvinamissi og náttúruhamförum sýnt fram á veruleg áhrif á heilsufar eftirlifenda. Nýja rannsóknin er nokkurs konar framhald af þessum rannsóknum,“ segir í tilkynningunni. Unnur Anna segir að þetta sé fyrsta rannsóknin á heimsvísu sem hafi forsendur til að svara þeim mikilvægu spurningum sem rannsóknin fæst við. Með ítarlegar erfðaupplýsingar og heilsufarsgagnagrunna yfir heila þjóð geta Íslendingar, sem áður, verið í fararbroddi í þekkingarsköpun á þessu sviði. „Þannig nýtum við í rannsóknateyminu þann einstaka efnivið sem fólginn er í erfðagrunni Íslenskrar erfðagreiningar, Íslendingabók og í íslenskum heilbrigðisgagnagrunnum. Með þeim gögnum getum við skoðað tengsl erfðabreytileika við breytileika í sjúkdóma- og dánartíðni Íslendinga í kjölfar algengra streituvaldandi atburða, svo sem eftir ástvinamissi eða eftir greiningu alvarlegs sjúkdóms á borð við krabbamein. Við munum einnig skipuleggja stórar framsýnar rannsóknir til að greina erfðabreytileika sem tengjast einkennum áfallastreituröskunar eftir áföll á borð við kynferðisofbeldi og náttúruhamfarir,“ segir Unnur.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira