Forseti Filippseyja hótar enn að láta myrða fólk heimir már pétursson skrifar 14. desember 2016 20:15 Vísir/Epa Forseti Filipseyja hefur viðurkennt að hafa persónulega tekið fjölda manns af lífi til að sýna lögreglumönnum gott fordæmi. Um fimm þúsund manns hafa verið myrt á eyjunum frá því hann tók við embætti forseta í júlímánuði. Þegar hinn 77 ára Rodrigo Duterte fyrrverandi borgarstjóri til tuttugu ára í borginni Davao var kjörinn forseti Filipseyja í júlí, hvatti hann til þess að fíkniefnaneytendur og salar yrðu drepnir og lofaði að veita hverjum þeim sem myrtu þá orðu. Um fimm þúsund manns hafa nú fallið í þessu stríði án dóms og laga á Filipseyjum. Lögreglan segir að um tvö þúsund hafi fallið í átökum við hana en verið sé að rannsaka önnur þrjúþúsund dráp. Forsetinn viðurkenndi á fundi með leiðtogum atvinnulífsins í forsetahöllinni í Manila í gær að hann hafi persónulega myrt fólk í borgarstjóratíð sinni. „Í Davao var ég vanur að gera þetta sjálfur. Bara til að sýna strákunum í lögreglunni að ef ég gæti gert þetta, hvers vegna ekki þeir? Ég fór um Davao á stóru mótorhjóli og leitaði beinlínis að vandamálum. Ég leitaði beinlínis eftir að mæta ögrunum svo ég gæti drepið,“ sagði Duterte í ræðu á fundi með viðskiptamönnunum.Duterte gefur ekkert fyrir alþjóðlega gagnrýni Forsetinn sagðist ekkert gefa fyrir alþjóðlega gangrýni eins og frá Barack Obama forseta Bandaríkjanna. Mönnum væri velkomið að reyna að handtaka hann eða taka af lífi. Stefna forsetans hefur leitt til þess að bæði lögreglumenn og ribbaldar fara um borgir Filipseyja og skjóta fólk án dóms og laga eins og sést á myndum í sjónvarpsfréttinni hér að ofan. Tugir karla og kvenna eru drepin á hverjum degi í landinu og daglegt brauð að sjá lik liggja á götum borganna. Naida Dryon er ein fjölmargra mæðra í Manila sem misst hefur son sinn í þessum aðgerðum. „Ég veit að það er rangt að nota fíkniefni og þau gera börnunum ekkert gott. En þeir ættu að gefa börnunum tækifæri, bveita þeim atvinnu og leyfa þeim að mennta sig. Ég finn til með syni mínum. Hann var aðeins 19 ára gamall og hafði ekki einu sinni stofnað til fjölskyldu ennþá,“ sagði Naida grátklökk við líkkistu sonar síns. Duterte hefur ekki látið mótmæli gegn aðgerðum hans hafa áhrif á sig, en þær hafa aðallega bitnað á fátækum og ungu fólki. „Ef þið eyðileggið land mitt mun ég drepa ykkur. Ekki velkjast í neinum vafa um það. Ef þið eyðileggið uppvaxandi kynslóðir Filipseyinga mun ég drepa ykkur. Svo einfalt er það,“ segir Duterte. Wilnor Papa talsmaður Amnesty International á Filipseyjum segir ástandið í landinu skelfilegt og ekki sé hægt að búa við þann hrylling að tugir manna séu myrtir án dóms og laga á hverjum degi. „Þetta er raunar ákaflega hættulegt ástand. Þetta segir heimsbyggðinni að réttur til eðlilegrar málsmeðferðar, rétturinn til að njóta friðhelgi laganna, er ekki virtur í þessu landi og það er mikið áhyggjuefni. Þetta ætti ekki eingöngu að valda okkur sem mótmæla hugarangri, þetta ætti að valda ríkisstjórn landsins miklum áhyggjum,“ segir talsmaður Amnesty International í Manila. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Forseti Filipseyja hefur viðurkennt að hafa persónulega tekið fjölda manns af lífi til að sýna lögreglumönnum gott fordæmi. Um fimm þúsund manns hafa verið myrt á eyjunum frá því hann tók við embætti forseta í júlímánuði. Þegar hinn 77 ára Rodrigo Duterte fyrrverandi borgarstjóri til tuttugu ára í borginni Davao var kjörinn forseti Filipseyja í júlí, hvatti hann til þess að fíkniefnaneytendur og salar yrðu drepnir og lofaði að veita hverjum þeim sem myrtu þá orðu. Um fimm þúsund manns hafa nú fallið í þessu stríði án dóms og laga á Filipseyjum. Lögreglan segir að um tvö þúsund hafi fallið í átökum við hana en verið sé að rannsaka önnur þrjúþúsund dráp. Forsetinn viðurkenndi á fundi með leiðtogum atvinnulífsins í forsetahöllinni í Manila í gær að hann hafi persónulega myrt fólk í borgarstjóratíð sinni. „Í Davao var ég vanur að gera þetta sjálfur. Bara til að sýna strákunum í lögreglunni að ef ég gæti gert þetta, hvers vegna ekki þeir? Ég fór um Davao á stóru mótorhjóli og leitaði beinlínis að vandamálum. Ég leitaði beinlínis eftir að mæta ögrunum svo ég gæti drepið,“ sagði Duterte í ræðu á fundi með viðskiptamönnunum.Duterte gefur ekkert fyrir alþjóðlega gagnrýni Forsetinn sagðist ekkert gefa fyrir alþjóðlega gangrýni eins og frá Barack Obama forseta Bandaríkjanna. Mönnum væri velkomið að reyna að handtaka hann eða taka af lífi. Stefna forsetans hefur leitt til þess að bæði lögreglumenn og ribbaldar fara um borgir Filipseyja og skjóta fólk án dóms og laga eins og sést á myndum í sjónvarpsfréttinni hér að ofan. Tugir karla og kvenna eru drepin á hverjum degi í landinu og daglegt brauð að sjá lik liggja á götum borganna. Naida Dryon er ein fjölmargra mæðra í Manila sem misst hefur son sinn í þessum aðgerðum. „Ég veit að það er rangt að nota fíkniefni og þau gera börnunum ekkert gott. En þeir ættu að gefa börnunum tækifæri, bveita þeim atvinnu og leyfa þeim að mennta sig. Ég finn til með syni mínum. Hann var aðeins 19 ára gamall og hafði ekki einu sinni stofnað til fjölskyldu ennþá,“ sagði Naida grátklökk við líkkistu sonar síns. Duterte hefur ekki látið mótmæli gegn aðgerðum hans hafa áhrif á sig, en þær hafa aðallega bitnað á fátækum og ungu fólki. „Ef þið eyðileggið land mitt mun ég drepa ykkur. Ekki velkjast í neinum vafa um það. Ef þið eyðileggið uppvaxandi kynslóðir Filipseyinga mun ég drepa ykkur. Svo einfalt er það,“ segir Duterte. Wilnor Papa talsmaður Amnesty International á Filipseyjum segir ástandið í landinu skelfilegt og ekki sé hægt að búa við þann hrylling að tugir manna séu myrtir án dóms og laga á hverjum degi. „Þetta er raunar ákaflega hættulegt ástand. Þetta segir heimsbyggðinni að réttur til eðlilegrar málsmeðferðar, rétturinn til að njóta friðhelgi laganna, er ekki virtur í þessu landi og það er mikið áhyggjuefni. Þetta ætti ekki eingöngu að valda okkur sem mótmæla hugarangri, þetta ætti að valda ríkisstjórn landsins miklum áhyggjum,“ segir talsmaður Amnesty International í Manila.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira