Rogue One er sjálfstæð Star Wars-mynd, þar sem við sjáum engan Luke Skywalker, Han Solo, Obi-Wan eða Chewbacca. Handrit myndarinnar og framleiðsla er afrakstur vinnu síðustu ára, en söguþræðinum var lýst að hluta í fyrstu Star Wars myndinni, þeirri frá 1977 – fjórða hluta sögunnar sem gengur undir nafninu A New Hope.

R2-D2 tekst ásamt C3PO að flýja frá borði og halda þeir til reikistjörnunnar Tatooine í leit að Obi-Wan Kenobi. Leia prinsessa er hins vegar tekin höndum af Darth Vader.
Kafli 3,5
Í raun má kalla Rogue One kafla þrjú og hálft sé litið til tímatalsfræði Star Wars myndanna. Myndin snýst um teikningarnar að Helstirninu sem börn á öllum aldri óttuðust svo mjög undir lok áttunda áratugarins.
Í Rogue One fáum við að vita af hverju teikningarnar af Helstirninu höfnuðu í höndum uppreisnarmanna og mögulega af hverju einhver kom þeim til Leiu prinsessu. Sömuleiðis fáum við í myndinni að rifja upp gömul kynni af Darth Vader og öðrum góðkunningjum Stjörnustríðsaðdáenda.
Í Rogue One er hins vegar minna um persónur, bæði mennska og annars vonar verur, sem búa yfir ofurnáttúrulegum kröftum. Frekar fjallar myndin um fólk sem kemur alls staðar að til að berjast saman gegn hinu illa Keisaraveldi.
Jyn Erso í aðalhlutverki
Í frétt Aftonbladet um myndina kemur fram að hún eigi sér stað 34 árum áður en The Force Awakens, sjöundi hluti Star Wars, sem frumsýnd var fyrir um ári, hefst.

Einnig er vitað að Jyn Erso er dóttir vísindamannsins Galen Erso, sem leikinn er af Dananum Mads Mikkelsen, sem mun vafalaust skipta máli í framvindu sögunnar.
Uppreisnarmennirnir eiga að sjálfsögðu við ofurefli að etja í stríðinu við hið illa Keisaraveldi en eins og við vitum þá er allt mögulegt í Stjörnustríðsheimum og ekki hægt að útiloka neitt.

Rogue One var að hluta tekin upp hér á landi, meðal annars við Hjörleifshöfða og Hafursey á Mýrdalssandi.
Þá var hún einnig tekin upp í Englandi, Maldíveyjum og Jórdaníu og mega bíógestir því líklegast eiga von á sjónrænni veislu þar sem engu hefur verið til sparað við framleiðslu myndarinnar.
Leikstjóri myndarinnar er Gareth Edwards sem er hvað þekktastur fyrir kvikmynd sína um Godzilla. Auk þeirra Felicity Jones og Mads Mikkelsen fer Forest Whitaker með stórt hlutverk.
