Allt sem þú þarft að vita um nýju Star Wars myndina áður en þú sérð hana Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2016 14:15 Felicity Jones fer með hlutverk Jyn Erso í Rogue One. Mynd/Star Wars Nýjasta myndin úr heimi stjörnustríða, Rogue One: A Star Wars Story, verður frumsýnd á Íslandi á miðnætti, aðfaranótt föstudagsins. Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og er hún af þeim sem til þekkja sögð dekkri en aðrar myndir í bálknum.Rogue One er sjálfstæð Star Wars-mynd, þar sem við sjáum engan Luke Skywalker, Han Solo, Obi-Wan eða Chewbacca. Handrit myndarinnar og framleiðsla er afrakstur vinnu síðustu ára, en söguþræðinum var lýst að hluta í fyrstu Star Wars myndinni, þeirri frá 1977 – fjórða hluta sögunnar sem gengur undir nafninu A New Hope.Aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna muna eftir því að A New Hope hefst í raun í miðju ævintýri þar sem risavaxið geimskip eltir smærra skip. Vélmennin R2-D2 og C3PO er á flótta á göngum smærra skipsins ásamt silfurlituðum vélmennafélaga sínum. Uppreisnarmennirnir eru sallaðir niður af stormsveitarmönnum og Darth Vader, Svarthöfði, stígur loks um borð í skipið.Svarthöfði.Mynd/Star WarsVið sjáum svo Leiu prinsessu þar sem hún kemur teikningunum af Helstirninu fyrir í R2-D2. Vader skipar sínum mönnum að leita að teikningunum að Helstirninu um borð í skipinu en án árangurs. R2-D2 tekst ásamt C3PO að flýja frá borði og halda þeir til reikistjörnunnar Tatooine í leit að Obi-Wan Kenobi. Leia prinsessa er hins vegar tekin höndum af Darth Vader.Kafli 3,5Í raun má kalla Rogue One kafla þrjú og hálft sé litið til tímatalsfræði Star Wars myndanna. Myndin snýst um teikningarnar að Helstirninu sem börn á öllum aldri óttuðust svo mjög undir lok áttunda áratugarins. Í Rogue One fáum við að vita af hverju teikningarnar af Helstirninu höfnuðu í höndum uppreisnarmanna og mögulega af hverju einhver kom þeim til Leiu prinsessu. Sömuleiðis fáum við í myndinni að rifja upp gömul kynni af Darth Vader og öðrum góðkunningjum Stjörnustríðsaðdáenda.Í fyrri Star Wars myndum hefur barátta hins góða og illa verið einkennandi stef – barátta hinna góðu jediriddara og hins illa Sith. Í Rogue One er hins vegar minna um persónur, bæði mennska og annars vonar verur, sem búa yfir ofurnáttúrulegum kröftum. Frekar fjallar myndin um fólk sem kemur alls staðar að til að berjast saman gegn hinu illa Keisaraveldi.Jyn Erso í aðalhlutverkiÍ frétt Aftonbladet um myndina kemur fram að hún eigi sér stað 34 árum áður en The Force Awakens, sjöundi hluti Star Wars, sem frumsýnd var fyrir um ári, hefst.Forrest Whitaker fer með hlutverk Saw Gerrera.Mynd/Star warsAðalpersóna Rogue One er Jyn Erso, sem leikkonan Felicity Jones túlkar. Hún er staðin að verki fyrir eitthvert brot og eina leið hennar til að fá frelsi á ný er að aðstoða uppreisnarmennina í baráttu sinni. Einnig er vitað að Jyn Erso er dóttir vísindamannsins Galen Erso, sem leikinn er af Dananum Mads Mikkelsen, sem mun vafalaust skipta máli í framvindu sögunnar. Uppreisnarmennirnir eiga að sjálfsögðu við ofurefli að etja í stríðinu við hið illa Keisaraveldi en eins og við vitum þá er allt mögulegt í Stjörnustríðsheimum og ekki hægt að útiloka neitt.Stormsveitarmenn í ham.Mynd/Star WarsTekin upp á ÍslandiRogue One var að hluta tekin upp hér á landi, meðal annars við Hjörleifshöfða og Hafursey á Mýrdalssandi. Þá var hún einnig tekin upp í Englandi, Maldíveyjum og Jórdaníu og mega bíógestir því líklegast eiga von á sjónrænni veislu þar sem engu hefur verið til sparað við framleiðslu myndarinnar. Leikstjóri myndarinnar er Gareth Edwards sem er hvað þekktastur fyrir kvikmynd sína um Godzilla. Auk þeirra Felicity Jones og Mads Mikkelsen fer Forest Whitaker með stórt hlutverk.Mynd/Graphic News Bíó og sjónvarp Kafað dýpra Star Wars Tengdar fréttir Ísland enn sýnilegra í nýrri Star Wars stiklu Framleiðendur Star Wars: Rogue One hafa gefið út nýja stiklu og nú er Ísland enn sýnilegra en í fyrri stiklum 13. nóvember 2016 10:12 Bakvið tjöldin á nýjustu Star Wars myndinni: Íslandi bregður fyrir Aðdáendur Star Wars bíða væntanlega í ofvæni eftir næstu Star Wars mynd en Rogue One: A Star Wars Story verður frumsýnd 16. desember. 15. júlí 2016 15:54 Glæný stikla úr Rogue One: A Star Wars Story Framleiðendur næstu Star Wars myndarinnar, Rogue One: A Star Wars Story, birtu í nótt glænýja stiklu úr kvikmyndinni. 12. ágúst 2016 11:30 Ný og löng Star Wars stikla hefst á Íslandi Varpar nýju ljósi á söguþráð Rogue One. 13. október 2016 12:40 Keppast við að ausa lofi á nýju Star Wars myndina Myndin sem verður heimsfrumsýnd á fimmtudag var forsýnd í Pantages kvikmyndahúsinu í Los Angeles í gær Voru viðstaddir duglegir við að ausa lofi á myndina á samfélagsmiðlum. 11. desember 2016 20:45 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Nýjasta myndin úr heimi stjörnustríða, Rogue One: A Star Wars Story, verður frumsýnd á Íslandi á miðnætti, aðfaranótt föstudagsins. Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og er hún af þeim sem til þekkja sögð dekkri en aðrar myndir í bálknum.Rogue One er sjálfstæð Star Wars-mynd, þar sem við sjáum engan Luke Skywalker, Han Solo, Obi-Wan eða Chewbacca. Handrit myndarinnar og framleiðsla er afrakstur vinnu síðustu ára, en söguþræðinum var lýst að hluta í fyrstu Star Wars myndinni, þeirri frá 1977 – fjórða hluta sögunnar sem gengur undir nafninu A New Hope.Aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna muna eftir því að A New Hope hefst í raun í miðju ævintýri þar sem risavaxið geimskip eltir smærra skip. Vélmennin R2-D2 og C3PO er á flótta á göngum smærra skipsins ásamt silfurlituðum vélmennafélaga sínum. Uppreisnarmennirnir eru sallaðir niður af stormsveitarmönnum og Darth Vader, Svarthöfði, stígur loks um borð í skipið.Svarthöfði.Mynd/Star WarsVið sjáum svo Leiu prinsessu þar sem hún kemur teikningunum af Helstirninu fyrir í R2-D2. Vader skipar sínum mönnum að leita að teikningunum að Helstirninu um borð í skipinu en án árangurs. R2-D2 tekst ásamt C3PO að flýja frá borði og halda þeir til reikistjörnunnar Tatooine í leit að Obi-Wan Kenobi. Leia prinsessa er hins vegar tekin höndum af Darth Vader.Kafli 3,5Í raun má kalla Rogue One kafla þrjú og hálft sé litið til tímatalsfræði Star Wars myndanna. Myndin snýst um teikningarnar að Helstirninu sem börn á öllum aldri óttuðust svo mjög undir lok áttunda áratugarins. Í Rogue One fáum við að vita af hverju teikningarnar af Helstirninu höfnuðu í höndum uppreisnarmanna og mögulega af hverju einhver kom þeim til Leiu prinsessu. Sömuleiðis fáum við í myndinni að rifja upp gömul kynni af Darth Vader og öðrum góðkunningjum Stjörnustríðsaðdáenda.Í fyrri Star Wars myndum hefur barátta hins góða og illa verið einkennandi stef – barátta hinna góðu jediriddara og hins illa Sith. Í Rogue One er hins vegar minna um persónur, bæði mennska og annars vonar verur, sem búa yfir ofurnáttúrulegum kröftum. Frekar fjallar myndin um fólk sem kemur alls staðar að til að berjast saman gegn hinu illa Keisaraveldi.Jyn Erso í aðalhlutverkiÍ frétt Aftonbladet um myndina kemur fram að hún eigi sér stað 34 árum áður en The Force Awakens, sjöundi hluti Star Wars, sem frumsýnd var fyrir um ári, hefst.Forrest Whitaker fer með hlutverk Saw Gerrera.Mynd/Star warsAðalpersóna Rogue One er Jyn Erso, sem leikkonan Felicity Jones túlkar. Hún er staðin að verki fyrir eitthvert brot og eina leið hennar til að fá frelsi á ný er að aðstoða uppreisnarmennina í baráttu sinni. Einnig er vitað að Jyn Erso er dóttir vísindamannsins Galen Erso, sem leikinn er af Dananum Mads Mikkelsen, sem mun vafalaust skipta máli í framvindu sögunnar. Uppreisnarmennirnir eiga að sjálfsögðu við ofurefli að etja í stríðinu við hið illa Keisaraveldi en eins og við vitum þá er allt mögulegt í Stjörnustríðsheimum og ekki hægt að útiloka neitt.Stormsveitarmenn í ham.Mynd/Star WarsTekin upp á ÍslandiRogue One var að hluta tekin upp hér á landi, meðal annars við Hjörleifshöfða og Hafursey á Mýrdalssandi. Þá var hún einnig tekin upp í Englandi, Maldíveyjum og Jórdaníu og mega bíógestir því líklegast eiga von á sjónrænni veislu þar sem engu hefur verið til sparað við framleiðslu myndarinnar. Leikstjóri myndarinnar er Gareth Edwards sem er hvað þekktastur fyrir kvikmynd sína um Godzilla. Auk þeirra Felicity Jones og Mads Mikkelsen fer Forest Whitaker með stórt hlutverk.Mynd/Graphic News
Bíó og sjónvarp Kafað dýpra Star Wars Tengdar fréttir Ísland enn sýnilegra í nýrri Star Wars stiklu Framleiðendur Star Wars: Rogue One hafa gefið út nýja stiklu og nú er Ísland enn sýnilegra en í fyrri stiklum 13. nóvember 2016 10:12 Bakvið tjöldin á nýjustu Star Wars myndinni: Íslandi bregður fyrir Aðdáendur Star Wars bíða væntanlega í ofvæni eftir næstu Star Wars mynd en Rogue One: A Star Wars Story verður frumsýnd 16. desember. 15. júlí 2016 15:54 Glæný stikla úr Rogue One: A Star Wars Story Framleiðendur næstu Star Wars myndarinnar, Rogue One: A Star Wars Story, birtu í nótt glænýja stiklu úr kvikmyndinni. 12. ágúst 2016 11:30 Ný og löng Star Wars stikla hefst á Íslandi Varpar nýju ljósi á söguþráð Rogue One. 13. október 2016 12:40 Keppast við að ausa lofi á nýju Star Wars myndina Myndin sem verður heimsfrumsýnd á fimmtudag var forsýnd í Pantages kvikmyndahúsinu í Los Angeles í gær Voru viðstaddir duglegir við að ausa lofi á myndina á samfélagsmiðlum. 11. desember 2016 20:45 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Ísland enn sýnilegra í nýrri Star Wars stiklu Framleiðendur Star Wars: Rogue One hafa gefið út nýja stiklu og nú er Ísland enn sýnilegra en í fyrri stiklum 13. nóvember 2016 10:12
Bakvið tjöldin á nýjustu Star Wars myndinni: Íslandi bregður fyrir Aðdáendur Star Wars bíða væntanlega í ofvæni eftir næstu Star Wars mynd en Rogue One: A Star Wars Story verður frumsýnd 16. desember. 15. júlí 2016 15:54
Glæný stikla úr Rogue One: A Star Wars Story Framleiðendur næstu Star Wars myndarinnar, Rogue One: A Star Wars Story, birtu í nótt glænýja stiklu úr kvikmyndinni. 12. ágúst 2016 11:30
Ný og löng Star Wars stikla hefst á Íslandi Varpar nýju ljósi á söguþráð Rogue One. 13. október 2016 12:40
Keppast við að ausa lofi á nýju Star Wars myndina Myndin sem verður heimsfrumsýnd á fimmtudag var forsýnd í Pantages kvikmyndahúsinu í Los Angeles í gær Voru viðstaddir duglegir við að ausa lofi á myndina á samfélagsmiðlum. 11. desember 2016 20:45