Guardiola vill fá eitthvað af þolinmæðinni sem Sir Alex Ferguson fékk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2016 09:45 Pep Guardiola og Sir Alex Ferguson. Vísir/Getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist ekki vita hvort að hann fá þann tíma sem hann þarf til að byggja upp árangursríkt lið á Etihad-leikvanginum. Manchester City tapaði 4-2 á móti Leicester City um helgina og er því stigalaust í undanförnum tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. City-liðið er nú sjö stigum á eftir toppliði Chelsea og það sem er mikið áhyggjuefni er að leikmenn Guardiola hafa aðeins landað fjórum sigrum í síðustu fimmtán leikjum í öllum keppnum. Ensku blöðin slá því upp í morgun að Guardiola sé hreinlega farinn að óttast um að halda starfi sínu hjá Manchester City. Hann var spurður um það á blaðamannafundi fyrir leik á móti Watford í kvöld. „Ég veit ekki hvort ég fái þann tíma sem ég þarf. Ég vil ekki hugsa um það. Allt getur gerst. Mitt starf er starf sem þarf á úrslitum að halda,“ sagði Pep Guardiola. Spænski stjórinn er samt ekkert að fara að gefast upp þótt móti blási þessar vikurnar. „Ég er ekki á förum. Næsta tímabil verður betra. Eftir tvö ár verðum við síðan ennþá betri,“ sagði Guardiola. „Ég þarf að fá tíma en ef við skoðum bara síðasta mánuð þá hefur mér mistekist,“ sagði hinn 45 ára gamli Pep Guardiola. Guardiola tók síðan Sir Alex Ferguson sem dæmi þegar hann talaði um að félög í ensku úrvalsdeildinni þyrftu að sýna þolinmæði. „Sir Alex Ferguson vann ekki titilinn í ellefu ár. Liverpool hefur ekki unnið hann í 25 ár,“ sagði Guardiola og bætti við: „Ég verð að sætta mig við það að úrslitin hafa ekki verið góð undanfarinn mánuð. Við verðum hinsvegar að bæta það sem ég trúi á en ekki breyta því sem ég trúi á. Þegar hlutirnir ganga ekki alveg upp þá verður þú að vera sterkur,“ sagði Guardiola. „Ég verð að sætta mig við skoðanir allra, fyrrum leikmanna og fjölmiðlamanna af því að við unnum ekki leikina okkar. Ég vona og óska samt eftir því að ég fái aðeins meiri tíma,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist ekki vita hvort að hann fá þann tíma sem hann þarf til að byggja upp árangursríkt lið á Etihad-leikvanginum. Manchester City tapaði 4-2 á móti Leicester City um helgina og er því stigalaust í undanförnum tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. City-liðið er nú sjö stigum á eftir toppliði Chelsea og það sem er mikið áhyggjuefni er að leikmenn Guardiola hafa aðeins landað fjórum sigrum í síðustu fimmtán leikjum í öllum keppnum. Ensku blöðin slá því upp í morgun að Guardiola sé hreinlega farinn að óttast um að halda starfi sínu hjá Manchester City. Hann var spurður um það á blaðamannafundi fyrir leik á móti Watford í kvöld. „Ég veit ekki hvort ég fái þann tíma sem ég þarf. Ég vil ekki hugsa um það. Allt getur gerst. Mitt starf er starf sem þarf á úrslitum að halda,“ sagði Pep Guardiola. Spænski stjórinn er samt ekkert að fara að gefast upp þótt móti blási þessar vikurnar. „Ég er ekki á förum. Næsta tímabil verður betra. Eftir tvö ár verðum við síðan ennþá betri,“ sagði Guardiola. „Ég þarf að fá tíma en ef við skoðum bara síðasta mánuð þá hefur mér mistekist,“ sagði hinn 45 ára gamli Pep Guardiola. Guardiola tók síðan Sir Alex Ferguson sem dæmi þegar hann talaði um að félög í ensku úrvalsdeildinni þyrftu að sýna þolinmæði. „Sir Alex Ferguson vann ekki titilinn í ellefu ár. Liverpool hefur ekki unnið hann í 25 ár,“ sagði Guardiola og bætti við: „Ég verð að sætta mig við það að úrslitin hafa ekki verið góð undanfarinn mánuð. Við verðum hinsvegar að bæta það sem ég trúi á en ekki breyta því sem ég trúi á. Þegar hlutirnir ganga ekki alveg upp þá verður þú að vera sterkur,“ sagði Guardiola. „Ég verð að sætta mig við skoðanir allra, fyrrum leikmanna og fjölmiðlamanna af því að við unnum ekki leikina okkar. Ég vona og óska samt eftir því að ég fái aðeins meiri tíma,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira