Erlent

Sprengjuárásin í Kaíró: ISIS segist bera ábyrgð

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið segist bera ábyrgð á árásinni.
Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið segist bera ábyrgð á árásinni. Vísir/Getty
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið hafa gefið út að þau séu á bakvið sprengjuárásina sem átti sér stað í kirkju í Kaíró í Egyptalandi síðastliðinn sunnudag. BBC greinir frá.

Í sprengjuárásinni létust að minnsta kosti 25 manns, meirihluti konur og börn en minnihluti kristinna hefur í æ meira mæli orðið fyrir árásum í landinu undanfarin ár.  

Forseti Egyptalands, Abdul Fattah al-Sisi  hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í Egyptalandi vegna árásarinnar og kallað eftir því að réttarkerfi landsins verði bætt til þess að betur verði hægt að takast á við árásir af slíku tagi.

Hryðjuverkaárásum hefur fjölgað í landinu síðan að herinn steypti þáverandi forseta landsins, Múhameð Morsi af stóli en margir stuðningsmanna hans kenndu kristnum mönnum um valdamissi forsetans.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×