Magni skallaði borðið er hann var sakaður um morð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. desember 2016 07:00 Magni með unnustu sinni, Söru Hatt. Mynd/Sara Hatt „Þegar grunuðum var greint frá því að hann væri sakaður um morð skallaði hann borðið endurtekið og féll í gólfið,“ segir í skýrslu lögreglunnar í Jacksonville í Flórída um handtöku Magna Böðvars Þorvaldssonar, öðru nafni Johnny Wayne Johnson. Magni, sem er með tvöfalt ríkisfang, er ákærður fyrir að hafa myrt Sherry Prather árið 2012. Málið verður þingfest í dag. Þá getur Magni lýst sakleysi eða sekt. „Ég held að þetta verði ósanngjörn réttarhöld,“ segir Sara Hatt, unnusta Magna, í samtali við Fréttablaðið. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu lögreglunnar er að Magni hafi verið með skammbyssu sem áður hafði verið hleypt af og að það sem einkenndi Magna væri „gervilegur íslenskur hreimur“. Atburðarás málsins er þá rakin í skýrslunni. Lögreglan víkur meðal annars að handtökunni sjálfri. Magni var handtekinn á heimili sínu og fluttur á lögreglustöð þar sem yfirheyrsla fór fram. Játaði hann þar á ný að hafa yfirgefið barinn Boots and Bottles með Prather og sagðist hafa skilið við hana á Trout River Boulevard. Segir í skýrslunni að hann hafi breytt smáatriðum úr fyrri útgáfu sögu sinnar til að útskýra sönnunargögn sem lögregla sýndi honum. Magni þvertók fyrir að hafa myrt Prather og krafðist þess að fá lögfræðing á staðinn. Þegar lögregla sagði Magna frá því að hann væri sakaður um morðið byrjaði hann svo að skalla borðið eins og sagt var frá hér að framan.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
„Þegar grunuðum var greint frá því að hann væri sakaður um morð skallaði hann borðið endurtekið og féll í gólfið,“ segir í skýrslu lögreglunnar í Jacksonville í Flórída um handtöku Magna Böðvars Þorvaldssonar, öðru nafni Johnny Wayne Johnson. Magni, sem er með tvöfalt ríkisfang, er ákærður fyrir að hafa myrt Sherry Prather árið 2012. Málið verður þingfest í dag. Þá getur Magni lýst sakleysi eða sekt. „Ég held að þetta verði ósanngjörn réttarhöld,“ segir Sara Hatt, unnusta Magna, í samtali við Fréttablaðið. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu lögreglunnar er að Magni hafi verið með skammbyssu sem áður hafði verið hleypt af og að það sem einkenndi Magna væri „gervilegur íslenskur hreimur“. Atburðarás málsins er þá rakin í skýrslunni. Lögreglan víkur meðal annars að handtökunni sjálfri. Magni var handtekinn á heimili sínu og fluttur á lögreglustöð þar sem yfirheyrsla fór fram. Játaði hann þar á ný að hafa yfirgefið barinn Boots and Bottles með Prather og sagðist hafa skilið við hana á Trout River Boulevard. Segir í skýrslunni að hann hafi breytt smáatriðum úr fyrri útgáfu sögu sinnar til að útskýra sönnunargögn sem lögregla sýndi honum. Magni þvertók fyrir að hafa myrt Prather og krafðist þess að fá lögfræðing á staðinn. Þegar lögregla sagði Magna frá því að hann væri sakaður um morðið byrjaði hann svo að skalla borðið eins og sagt var frá hér að framan.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira