Enski boltinn

Mikilvægur sigur hjá Cardiff

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Einar í baráttunni í kvöld.
Aron Einar í baráttunni í kvöld. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson var að venju í liði Cardiff en Jón Daði Böðvarsson var á bekknum hjá Wolves er liðin mættust í kvöld í ensku B-deildinni.

cardiff hafði sigur, 2-1, í leiknum með mörkum frá Connolly og Pilkington. Doherty skoraði fyrir Wolves.

Ragnar Sigurðsson var á bekknum hjá Fulham sem mætti Rotherham og vann góðan 2-1 sigur.

Hörður Björgvin Magnússon var í liði Bristol City sem mátti sætta sig við tap á heimavelli, 0-1 gegn Brentford.

Cardiff komst upp úr fallsæti með sigrinum og er nú í nítjánda sæti en Wolves datt niður í það tvítugasta.  Bristol er í fimmtánda sæti en Fulham komst upp í níunda sætið.

Eggert Gunnþór Jónsson var í liði Fleetwood sem mætti Shrewsbury í ensku bikarkeppninni. Fleetwood vann sigur, 3-2, með sigurmarki á fimmtu mínútu uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×