Lewandowski grenjaði úr hlátri yfir vali France Football Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2016 15:15 Gott grín, France Football. vísir/getty/afp/twitter Robert Lewandowski, framherji Bayern München, hafði engan húmor, eða kannski rosalega mikinn húmor, yfir vali France Football á bestu fótboltamönnum ársins. Cristiano Ronaldo hreppti Gullboltann í fjórða sinn á ferlinum í gær þegar valið var tilkynnt en hann er nú einum Gullbolta á eftir Lionel Messi í baráttu tveggja bestu fótboltamanna heims. Áður en kom að útnefningu þess besta taldi France Football, franska fótboltaritið sem heldur utan um Gullboltann, niður frá 30 en í 16. sæti var Pólverjinn Robert Lewandowski. Þessi magnaði framherji skoraði 42 mörk í öllum keppnum fyrir Bayern á síðustu leiktíð er liðið varð Þýskalandsmeistari og þá er hann búinn að skora 19 mörk á yfirstandandi tímabili. Þrátt fyrir þennan frábæra árangur var hann ekki ofar á listanum. Hann var ekki einu sinni efsti Bæjarinn á listanum því Sílemaðurinn Arturu Vidal var kosinn af blaðamönnunum 173 í 14. sætið. Efsti leikmaðurinn sem spilar í þýsku 1. deildinni var Pierre-Emerick Aubameyang, leikmaður Dortmund, Hann var í 11. sæti. Þegar valið var kunngjört á Twitter-síðu France Football sendi sá pólski þeim augljósa pillu. Hann þurfti ekki nein orð heldur negldi hann fjórum Emoji af manni grenjandi úr hlátri á franska tímaritið.@francefootball — Robert Lewandowski (@lewy_official) December 12, 2016 Final ranking of Ballon d'Or France Football 2016 : 16thROBERT LEWANDOWSKI#ballondor pic.twitter.com/9XyTQ2Dcrr— France Football (@francefootball) December 12, 2016 Fótbolti Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Besti fótboltamaður heims er ekki einn af þremur verðmætustu leikmönnum heims Cristiano Ronaldo fellur niður listann hjá sama tímariti og afhenti honum Gullboltann í gærkvöldi. 13. desember 2016 10:00 Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34 Ronaldo fékk rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Messi Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 13. desember 2016 08:17 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Robert Lewandowski, framherji Bayern München, hafði engan húmor, eða kannski rosalega mikinn húmor, yfir vali France Football á bestu fótboltamönnum ársins. Cristiano Ronaldo hreppti Gullboltann í fjórða sinn á ferlinum í gær þegar valið var tilkynnt en hann er nú einum Gullbolta á eftir Lionel Messi í baráttu tveggja bestu fótboltamanna heims. Áður en kom að útnefningu þess besta taldi France Football, franska fótboltaritið sem heldur utan um Gullboltann, niður frá 30 en í 16. sæti var Pólverjinn Robert Lewandowski. Þessi magnaði framherji skoraði 42 mörk í öllum keppnum fyrir Bayern á síðustu leiktíð er liðið varð Þýskalandsmeistari og þá er hann búinn að skora 19 mörk á yfirstandandi tímabili. Þrátt fyrir þennan frábæra árangur var hann ekki ofar á listanum. Hann var ekki einu sinni efsti Bæjarinn á listanum því Sílemaðurinn Arturu Vidal var kosinn af blaðamönnunum 173 í 14. sætið. Efsti leikmaðurinn sem spilar í þýsku 1. deildinni var Pierre-Emerick Aubameyang, leikmaður Dortmund, Hann var í 11. sæti. Þegar valið var kunngjört á Twitter-síðu France Football sendi sá pólski þeim augljósa pillu. Hann þurfti ekki nein orð heldur negldi hann fjórum Emoji af manni grenjandi úr hlátri á franska tímaritið.@francefootball — Robert Lewandowski (@lewy_official) December 12, 2016 Final ranking of Ballon d'Or France Football 2016 : 16thROBERT LEWANDOWSKI#ballondor pic.twitter.com/9XyTQ2Dcrr— France Football (@francefootball) December 12, 2016
Fótbolti Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Besti fótboltamaður heims er ekki einn af þremur verðmætustu leikmönnum heims Cristiano Ronaldo fellur niður listann hjá sama tímariti og afhenti honum Gullboltann í gærkvöldi. 13. desember 2016 10:00 Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34 Ronaldo fékk rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Messi Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 13. desember 2016 08:17 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Besti fótboltamaður heims er ekki einn af þremur verðmætustu leikmönnum heims Cristiano Ronaldo fellur niður listann hjá sama tímariti og afhenti honum Gullboltann í gærkvöldi. 13. desember 2016 10:00
Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34
Ronaldo fékk rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Messi Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 13. desember 2016 08:17