Veltir fyrir sér hvort Bjarni vantreysti forstöðumönnum ríkisstofnana Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. desember 2016 14:22 „Við vantreystum þeim ekki, er það?" vísir/anton brink Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í dag fyrir ummæli hans um forstöðumenn ríkisstofnana. Bjarni sagði í síðustu viku að ríkisaðilar fari í auknum mæli með mál sín til fjölmiðla frekar heldur en til þingsins og fjárlaganefndar og sagði Alþingi þurfa að draga línuna. „Ég tel að forstöðumönnum mikilvægra stofnana sé eðlilega heimilt og raunar skylt að upplýsa almenning um alvarlegan vanda sinna stofnana. [...] Kjósi þeir að hafa almenning upplýstan við upphaf nýs kjörtímabils eða á meðan þing situr og lög um ríkisfjármál eru rædd er það hlutverk þeirra sem samfélagsþjóna að gera þjóðinni grein fyrir hvað við blasir,“ sagði Ari Trausti. Ari Trausti sagði ummæli Bjarna nokkuð harkaleg, en Bjarni sagði meðal annars að lögum samkvæmt beri ríkisstofnunum að fara eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hafi ákveðið. Það þyki ekkert tiltökumál að ríkisaðilar komi fram og geri grein fyrir því að þeirra stofnanir séu reknar með miklum halla og að það sé skömm fyrir land og þjóð að fjárheimildir þeirra séu ekki stórauknar, líkt og Bjarni orðaði það. Ari Trausti sagði að forstjórar spítala og rektorar séu samfélagsþjónar og að þeim beri að haga sér sem slíkir. „Við vantreystum þeim ekki, er það? Og teljum ekki sjálfkrafa að þeir ýki fjárþörf eða fari með rangar tölur og reiðumst ekki þegar forstöðumenn sem skipta samfélagið gríðarlega miklu máli eru í samtali við almenning um staðreyndir,“ sagði Ari Trausti. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók upp hanskann fyrir Bjarna. „[Bjarni] benti á hið augljósa að sú umræða sem er í fjölmiðlum núna er ekki í samanburði við það sem við segjumst vilja vera. Því ef við segjumst vilja vera eins og Norðurlöndin, þá þurfum við að haga okkur eins og Norðurlöndin, eða er það ekki?,“ sagði Guðlaugur. Alþingi Tengdar fréttir Bjarni gagnrýnir ríkisstofnanir fyrir að kvarta undan fjárskorti Bjarni Benediktsson gagnrýndi ríkisstofnanir fyrir að ræða fjárskort við fjölmiðla. 7. desember 2016 20:58 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún fær nýtt hlutverk Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í dag fyrir ummæli hans um forstöðumenn ríkisstofnana. Bjarni sagði í síðustu viku að ríkisaðilar fari í auknum mæli með mál sín til fjölmiðla frekar heldur en til þingsins og fjárlaganefndar og sagði Alþingi þurfa að draga línuna. „Ég tel að forstöðumönnum mikilvægra stofnana sé eðlilega heimilt og raunar skylt að upplýsa almenning um alvarlegan vanda sinna stofnana. [...] Kjósi þeir að hafa almenning upplýstan við upphaf nýs kjörtímabils eða á meðan þing situr og lög um ríkisfjármál eru rædd er það hlutverk þeirra sem samfélagsþjóna að gera þjóðinni grein fyrir hvað við blasir,“ sagði Ari Trausti. Ari Trausti sagði ummæli Bjarna nokkuð harkaleg, en Bjarni sagði meðal annars að lögum samkvæmt beri ríkisstofnunum að fara eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hafi ákveðið. Það þyki ekkert tiltökumál að ríkisaðilar komi fram og geri grein fyrir því að þeirra stofnanir séu reknar með miklum halla og að það sé skömm fyrir land og þjóð að fjárheimildir þeirra séu ekki stórauknar, líkt og Bjarni orðaði það. Ari Trausti sagði að forstjórar spítala og rektorar séu samfélagsþjónar og að þeim beri að haga sér sem slíkir. „Við vantreystum þeim ekki, er það? Og teljum ekki sjálfkrafa að þeir ýki fjárþörf eða fari með rangar tölur og reiðumst ekki þegar forstöðumenn sem skipta samfélagið gríðarlega miklu máli eru í samtali við almenning um staðreyndir,“ sagði Ari Trausti. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók upp hanskann fyrir Bjarna. „[Bjarni] benti á hið augljósa að sú umræða sem er í fjölmiðlum núna er ekki í samanburði við það sem við segjumst vilja vera. Því ef við segjumst vilja vera eins og Norðurlöndin, þá þurfum við að haga okkur eins og Norðurlöndin, eða er það ekki?,“ sagði Guðlaugur.
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni gagnrýnir ríkisstofnanir fyrir að kvarta undan fjárskorti Bjarni Benediktsson gagnrýndi ríkisstofnanir fyrir að ræða fjárskort við fjölmiðla. 7. desember 2016 20:58 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún fær nýtt hlutverk Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Sjá meira
Bjarni gagnrýnir ríkisstofnanir fyrir að kvarta undan fjárskorti Bjarni Benediktsson gagnrýndi ríkisstofnanir fyrir að ræða fjárskort við fjölmiðla. 7. desember 2016 20:58