Ronaldo fékk rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Messi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2016 08:17 Ronaldo með Gullboltann sem hann hefur unnið fjórum sinnum. vísir/epa Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. Ronaldo fékk Gullboltann fyrst árið 2008, svo 2013 og 2014 og loks í ár. Hann hefur því fengið þrjá Gullbolta á síðustu fjórum árum. Ronaldo, sem vann Meistaradeild Evrópu með Real Madrid og varð Evrópumeistari með Portúgal á árinu, fékk yfirburðakosningu í kjörinu, eða rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Lionel Messi sem endaði í 2. sæti. Messi hefur fimm sinnum hreppt Gullboltann, einu sinni oftar en Ronaldo. Ronaldo fékk alls 745 stig í kjörinu en Messi 316 stig. Antoine Griezmann, markahæsti leikmaður EM í Frakklandi, varð þriðji með 198 stig. Alls tóku 173 blaðamenn, einn frá hverju landi, þátt í kjörinu. Hver þeirra valdi þrjá leikmenn. Sá sem þeir settu í 1. sæti fékk fimm stig, leikmaðurinn í 2. sæti fékk þrjú stig og sá þriðji eitt stig. Spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid áttu bæði þrjá fulltrúa á topp 10. Englandsmeistarar Leicester City komu næstir með tvo fulltrúa. Riyad Mahrez fékk 20 stig í 7. sæti og Jamie Vardy 11 stig í 8. sæti. Þeir fengu fleiri atkvæði en leikmenn á borð við Robert Lewandowski, Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Sergio Agüero.Þessir leikmenn fengu atkvæði í kjöri á besta fótboltamanni heims 2016: 1. Cristiano Ronaldo - 745 stig 2. Lionel Messi - 316 stig 3. Antoine Griezmann - 198 stig 4. Luis Suárez - 91 stig 5. Neymar - 68 stig 6. Gareth Bale - 60 stig 7. Riyad Mahrez - 20 stig 8. Jamie Vardy - 11 stig 9.-10. Gianluigi Buffon og Pepe - 8 stig 11. Pierre-Emerick Aubameyang - 7 stig 12. Rui Patrício - 6 stig 13. Zlatan Ibrahimovic - 5 stig 14.-15. Paul Pogba og Arturo Vidal - 4 stig 16. Robert Lewandowski - 3 stig 17.-19. Toni Kroos, Luka Modric og Dimitri Payet - 1 stigRiyad Mahrez og Jamie Vardy enduðu í 7. og 8. sæti í kjörinu á besta fótboltamanni heims 2016.vísir/getty Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira
Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. Ronaldo fékk Gullboltann fyrst árið 2008, svo 2013 og 2014 og loks í ár. Hann hefur því fengið þrjá Gullbolta á síðustu fjórum árum. Ronaldo, sem vann Meistaradeild Evrópu með Real Madrid og varð Evrópumeistari með Portúgal á árinu, fékk yfirburðakosningu í kjörinu, eða rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Lionel Messi sem endaði í 2. sæti. Messi hefur fimm sinnum hreppt Gullboltann, einu sinni oftar en Ronaldo. Ronaldo fékk alls 745 stig í kjörinu en Messi 316 stig. Antoine Griezmann, markahæsti leikmaður EM í Frakklandi, varð þriðji með 198 stig. Alls tóku 173 blaðamenn, einn frá hverju landi, þátt í kjörinu. Hver þeirra valdi þrjá leikmenn. Sá sem þeir settu í 1. sæti fékk fimm stig, leikmaðurinn í 2. sæti fékk þrjú stig og sá þriðji eitt stig. Spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid áttu bæði þrjá fulltrúa á topp 10. Englandsmeistarar Leicester City komu næstir með tvo fulltrúa. Riyad Mahrez fékk 20 stig í 7. sæti og Jamie Vardy 11 stig í 8. sæti. Þeir fengu fleiri atkvæði en leikmenn á borð við Robert Lewandowski, Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Sergio Agüero.Þessir leikmenn fengu atkvæði í kjöri á besta fótboltamanni heims 2016: 1. Cristiano Ronaldo - 745 stig 2. Lionel Messi - 316 stig 3. Antoine Griezmann - 198 stig 4. Luis Suárez - 91 stig 5. Neymar - 68 stig 6. Gareth Bale - 60 stig 7. Riyad Mahrez - 20 stig 8. Jamie Vardy - 11 stig 9.-10. Gianluigi Buffon og Pepe - 8 stig 11. Pierre-Emerick Aubameyang - 7 stig 12. Rui Patrício - 6 stig 13. Zlatan Ibrahimovic - 5 stig 14.-15. Paul Pogba og Arturo Vidal - 4 stig 16. Robert Lewandowski - 3 stig 17.-19. Toni Kroos, Luka Modric og Dimitri Payet - 1 stigRiyad Mahrez og Jamie Vardy enduðu í 7. og 8. sæti í kjörinu á besta fótboltamanni heims 2016.vísir/getty
Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira
Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34