Erlent

Nýr forsætisráðherra Ítalíu svarinn í embætti

Anton Egilsson skrifar
Paolo Gentiloni tekur við stöðu forsætisráðherra af Matteo Renzi.
Paolo Gentiloni tekur við stöðu forsætisráðherra af Matteo Renzi. Vísir/GETTY
Paolo Gentiloni var í kvöld svarinn í embætti forsætisráðherra Ítalíu af forseta landsins, Sergio Mattarella. BBC greinir frá.

Hinn 62 ára Gentiloni sem áður var utanríkisráðherra landsins tekur við af samflokksmanni sínum í ítalska Demókrataflokknum, Matteo Renzi, sem sagði stöðu sinni lausri í seinustu viku að Ítalir höfnuðu breytingum á stjórnarskrá landsins sem hann hafði barist hart fyrir.

„Ég tel þetta vera mikinn heiður og ég ætla að sinna þessu starfi af virðingu og ábyrgð.” Sagði Gentiloni skömmu eftir að forseti Ítalíu gerði kunngert að Gentiloni myndi taka við stöðu forsætisráðherra.

Næstu skref hins nýskipaða forsætisráðherra eru að tryggja meirihlutavilja ríkisstjórnar sinnar á þinginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×