Erlent

Þéna minna en foreldrarnir gerðu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Laun millistéttarinnar í Bandaríkjunum hafa staðið í stað.
Laun millistéttarinnar í Bandaríkjunum hafa staðið í stað. Vísir/Valli
Helmingur allra þrítugra Bandaríkjamanna, eða 49 prósent, þénar minna en foreldrar þeirra gerðu á sama aldri. Fyrir 40 árum voru þeir sem þénuðu minna en foreldrarnir átta prósent.

Þetta eru niðurstöður könnunar hagfræðinga og félagsfræðinga frá háskólunum Stanford, Harvard og Kaliforníuháskóla.

Á árunum 1970 til 2000 fækkaði þeim sem þénuðu meira en foreldrarnir úr 92 prósentum í 58 prósent. Það eru einkum laun millistéttarinnar sem hafa staðið í stað.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×