Innlent

Hreiðar Már vill tíu milljónir

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings.
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Vísir/GVA
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, fer fram á að íslenska ríkið greiði honum tíu milljónir króna í miskabætur vegna meintra tengsla sérstaks saksóknara við héraðsdómara.

Í gær var sagt frá því að Hreiðar Már hefði stefnt ríkinu meðal annars sökum þess að hlerunarbeiðnir sérstaks hafi verið stimplaðar af Benedikt Bogasyni hæstaréttardómara, þá dómara við Héraðsdóm Vesturlands. Með því vill Hreiðar meina að embættið hafi valið sér dómara.

Benedikt Bogason og Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari, unnu um skeið saman hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði auk þess sem Ólafur var sýslumaður á Vesturlandi um skeið.

Forstjórinn fyrrverandi telur að þessi háttur mála hafi skapað honum rétt til greiðslu miskabóta.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×