Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2016 20:00 Eiríkur rauði var ekki að gabba fólk þegar hann valdi Grænlandi þetta hlýlega nafn. Hann fann nefnilega veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum. Þetta kom fram í viðtölum við vísindamenn í þættinum Landnemarnir og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sú mynd sem flestir hafa af Grænlandi er að það sé sannkölluð klakahöll, enda hefur Eiríkur rauði mátt sitja undir því í þúsund ár að hafa með nafngiftinni narrað fólk til að flytjast þangað frá Íslandi. „Eiríkur kvað menn mjög mundu fýsa þangað ef landið héti vel,“ segir í Landnámabók.Í Blómadalnum innan við Narsarsuaq. Gróðurfari svipar til þess sem sjá má í gróðursælustu dölum Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það var innarlega við þann fjörð sem til forna hét Eiríksfjörður sem Eiríkur fann sitt draumaland. Þar fann hann skógi vaxnar hlíðar með birkitrjám og þar byggði hann landnámsbæ sinn, Brattahlíð. Danski fornleifafræðingurinn Ole Guldager sýnir okkur Blómadalinn svokallaða við Narsarsuaq-flugvöll þegar hann segir okkur að Eiríkur rauði hafði ástæðu fyrir nafngiftinni. Svæðið minnir á gróskumestu dali Íslands. Fjörðurinn er um hundrað kílómetra langur og hér við fjarðarbotninn segir Ole að ríki meginlandsloftslag.Ole Guldager, fornleifafræðingur á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Á þessu svæði hér í kringum Eiríksfjörð, sem er kannski 50 sinnum 50 kílómetrar að stærð, er hlýjast og veðursælast á Grænlandi. Það er því engum vafa undirorpið að Eiríkur rauði, sem hafði fyrsta valrétt, valdi sér besta staðinn,“ segir Ole Guldager.Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.„Eiríkur var bara alls ekkert að gabba. Hann fann þetta, hann vissi það,“ segir Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur. Ingvi kortlagði gróðurlendi Grænlands um sex ára skeið. Hann kveðst sannfærður um að svæðið sem Eiríkur fann hafi allt verið skógi vaxið fyrir þúsund árum og það eina sem hentaði til landbúnaðar. „Það er alveg á hreinu. Hann sigldi norður eftir öllu og suður aftur og hann fann þessa staði. Þetta var alveg furðulegt,“ segir Ingvi.Birkikjarrið teygir sig upp á fjöll í Blómadalnum, sem er skammt frá landnámsjörð Eiríks rauða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Eiríkur rauði var ekki að gabba fólk þegar hann valdi Grænlandi þetta hlýlega nafn. Hann fann nefnilega veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum. Þetta kom fram í viðtölum við vísindamenn í þættinum Landnemarnir og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sú mynd sem flestir hafa af Grænlandi er að það sé sannkölluð klakahöll, enda hefur Eiríkur rauði mátt sitja undir því í þúsund ár að hafa með nafngiftinni narrað fólk til að flytjast þangað frá Íslandi. „Eiríkur kvað menn mjög mundu fýsa þangað ef landið héti vel,“ segir í Landnámabók.Í Blómadalnum innan við Narsarsuaq. Gróðurfari svipar til þess sem sjá má í gróðursælustu dölum Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það var innarlega við þann fjörð sem til forna hét Eiríksfjörður sem Eiríkur fann sitt draumaland. Þar fann hann skógi vaxnar hlíðar með birkitrjám og þar byggði hann landnámsbæ sinn, Brattahlíð. Danski fornleifafræðingurinn Ole Guldager sýnir okkur Blómadalinn svokallaða við Narsarsuaq-flugvöll þegar hann segir okkur að Eiríkur rauði hafði ástæðu fyrir nafngiftinni. Svæðið minnir á gróskumestu dali Íslands. Fjörðurinn er um hundrað kílómetra langur og hér við fjarðarbotninn segir Ole að ríki meginlandsloftslag.Ole Guldager, fornleifafræðingur á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Á þessu svæði hér í kringum Eiríksfjörð, sem er kannski 50 sinnum 50 kílómetrar að stærð, er hlýjast og veðursælast á Grænlandi. Það er því engum vafa undirorpið að Eiríkur rauði, sem hafði fyrsta valrétt, valdi sér besta staðinn,“ segir Ole Guldager.Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur.Stöð 2/Ragnar Dagur.„Eiríkur var bara alls ekkert að gabba. Hann fann þetta, hann vissi það,“ segir Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur. Ingvi kortlagði gróðurlendi Grænlands um sex ára skeið. Hann kveðst sannfærður um að svæðið sem Eiríkur fann hafi allt verið skógi vaxið fyrir þúsund árum og það eina sem hentaði til landbúnaðar. „Það er alveg á hreinu. Hann sigldi norður eftir öllu og suður aftur og hann fann þessa staði. Þetta var alveg furðulegt,“ segir Ingvi.Birkikjarrið teygir sig upp á fjöll í Blómadalnum, sem er skammt frá landnámsjörð Eiríks rauða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43
Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00
Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. 6. ágúst 2015 22:00