Erlent

Fjöldi látinna eykst eftir að kirkjuþak hrundi í Nígeríu

Anton Egilsson skrifar
Kirkjan var nýbyggð.
Kirkjan var nýbyggð. Vísir
Að minnsta kosti 160 eru látnir eftir að kirkjuþak í borginni Uyo í Suðaustur-Nígeríu hrundi. Talið er að fjöldi látinna geti aukist enn meira. Sky greinir frá. 

Atvikið átti sér stað er verið var að vígja biskup. Hundruð voru samankomin í kirkjunni til þess að vera viðstödd athöfnina en kirkjan var nýbyggð. Óttast er að of mikill flýtir hafi ráðið ferð við byggingu kirkjunnar en ríkisstjóri Akwa Ibom-héraðs, þar sem slysið átti sér stað, segir að málið verði rannsakað.

Forseti Nígeríu, Muhammadu Buhari, hefur lýst yfir mikilli sorg vegna harmleiksins. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×