Erlent

Forseti Ítalíu hefur valið nýjan forsætisráðherra landsins

Anton Egilsson skrifar
Paolo Gentiloni.
Paolo Gentiloni. Vísir/GETTY
Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, hefur valið Paolo Gentiloni sem næsta forsætisráðherra landsins. The Guardian greinir frá.

Gentiloni sem er starfandi utanríkisráðherra landsins tekur við af samflokksmanni sínum í ítalska Demókrataflokknum, Matteo Renzi, sem sagði stöðu sinni lausri í seinustu viku eftir að Ítalir höfnuðu breytingum á stjórnarskrá landsins sem hann hafði barist hart fyrir.

Hið nýja hlutverk Gentiloni verður þó ekki opinbert fyrr en hann velur ríkisstjórn sína og tryggir meirihlutavilja á þinginu.

„Ég tel þetta vera mikinn heiður og ég ætla að sinna þessu starfi af virðingu og ábyrgð.” Sagði Gentiloni stuttu eftir að val forsetans var kunngert. Hann bætti við að hann vonaðist til að skipa ríkisstjórn sína sem allra fyrst.


Tengdar fréttir

Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér

Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur sagt af sér eftir að Ítalir höfnuðu breytingum á stjórnarskrá landsins sem Renzi hafði barist fyrir.

Renzi stendur við loforð um afsögn

Óvissa ríkir í stjórnmálum og efnahagsmálum Ítalíu eftir að tillögur um stjórnarskrárbreytingar voru felldar í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina. Evran féll en náði sér aftur og verðbréf ítalskra banka lækkuðu. Matteo Renzi sag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×