Vigdís Grímsdóttir konan sem ökklabrotnaði á leið út úr bakaríinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2016 10:22 Vigdís Grímsdóttir var á leið út úr þessu bakaríi þegar hún ökklabrotnaði. Vísir/Eyþór/Pjetur Rithöfundurinn góðkunni Vigdís Grímsdóttir er konan sem ökklabrotnaði á leið út úr Mosfellsbakaríi við Háaleitisbrait í september 2014. Féll hún við er útidyrahurð bakarísins skall á hana af miklu afli og viðurkenndi héraðsdómur í vikunni bótaskyldu bakarísins og eiganda húsnæðisins. „Þetta er mjög réttlátur dómur og ég er bæði undrandi og glöð yfir þessu máli. Héraðsdómur virti það sem satt er. Ég er þakklát fyrir að réttarkerfi okkar virki og að réttlætið hafi náð fram að ganga. Upphaflega vildi ég aðeins tryggja að aðgengið yrði lagað svo að þetta myndi ekki henda neinn annan. Þetta er eitthvað sem ég þarf að glíma við það sem eftir er ævi minnar,“ sagði Vigdís Grímsdóttir í samtali við DV.Vísir fjallaði um dóminn í vikunni. í honum kom fram að almennt verði að leggja ríka skyldu á eigendur og umráðamenn fasteigna þar sem rekin er verslun um að gera eðlilegar ráðstafanir til að tryggja öryggi þeirra sem þar eiga um. Fyrir dómi lýsti Vigdís því að þegar hún hafi sett hægri fótinn út fyrir dyrnar hafi útidyrahurðin skollið harkalega aftan á hana með þeim afleiðingum að hún kom skakkt niður á fótinn á gangstéttinni fyrir framan bakaríið. Var hún flutt á Landspítalann þar sem kom í ljós að hún hafði ökklabrotnað á hægri ökkla. Tveimur árum eftir slysið er hreyfigeta í ökklanum enn skert og notast Vigdís við staf. Dómari fór meðal annars í vettvangsferð til þess að kanna aðstæður og var það upplifun hans „að hurðin lokaðist í einni, hraðri sveiflu.“ Í dóminum kemur fram að rekja mætti slysið til vanbúnaðar á hurðarpumpu útidyrahurðarinnar. Í dóminum segir því að Mosfellsbakarí, sem umráðamaður verslunarrýmisins, og Hermann Bridde, sem eigandi þessa hluta fasteignarinnar, skuli sameiginlega bera skaðabótaábyrgð á líkamstjóni sem Vigdís hlaut þegar hún missteig sig á leið sinni út úr bakaríinu. Tengdar fréttir Brotnaði á ökkla á leiðinni út úr bakaríi og fær bætur Útidyrahurð bakarísins skall harkalega á konunni með þeim afleiðingum að hún féll og ökklabrotnaði. 8. desember 2016 11:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Rithöfundurinn góðkunni Vigdís Grímsdóttir er konan sem ökklabrotnaði á leið út úr Mosfellsbakaríi við Háaleitisbrait í september 2014. Féll hún við er útidyrahurð bakarísins skall á hana af miklu afli og viðurkenndi héraðsdómur í vikunni bótaskyldu bakarísins og eiganda húsnæðisins. „Þetta er mjög réttlátur dómur og ég er bæði undrandi og glöð yfir þessu máli. Héraðsdómur virti það sem satt er. Ég er þakklát fyrir að réttarkerfi okkar virki og að réttlætið hafi náð fram að ganga. Upphaflega vildi ég aðeins tryggja að aðgengið yrði lagað svo að þetta myndi ekki henda neinn annan. Þetta er eitthvað sem ég þarf að glíma við það sem eftir er ævi minnar,“ sagði Vigdís Grímsdóttir í samtali við DV.Vísir fjallaði um dóminn í vikunni. í honum kom fram að almennt verði að leggja ríka skyldu á eigendur og umráðamenn fasteigna þar sem rekin er verslun um að gera eðlilegar ráðstafanir til að tryggja öryggi þeirra sem þar eiga um. Fyrir dómi lýsti Vigdís því að þegar hún hafi sett hægri fótinn út fyrir dyrnar hafi útidyrahurðin skollið harkalega aftan á hana með þeim afleiðingum að hún kom skakkt niður á fótinn á gangstéttinni fyrir framan bakaríið. Var hún flutt á Landspítalann þar sem kom í ljós að hún hafði ökklabrotnað á hægri ökkla. Tveimur árum eftir slysið er hreyfigeta í ökklanum enn skert og notast Vigdís við staf. Dómari fór meðal annars í vettvangsferð til þess að kanna aðstæður og var það upplifun hans „að hurðin lokaðist í einni, hraðri sveiflu.“ Í dóminum kemur fram að rekja mætti slysið til vanbúnaðar á hurðarpumpu útidyrahurðarinnar. Í dóminum segir því að Mosfellsbakarí, sem umráðamaður verslunarrýmisins, og Hermann Bridde, sem eigandi þessa hluta fasteignarinnar, skuli sameiginlega bera skaðabótaábyrgð á líkamstjóni sem Vigdís hlaut þegar hún missteig sig á leið sinni út úr bakaríinu.
Tengdar fréttir Brotnaði á ökkla á leiðinni út úr bakaríi og fær bætur Útidyrahurð bakarísins skall harkalega á konunni með þeim afleiðingum að hún féll og ökklabrotnaði. 8. desember 2016 11:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Brotnaði á ökkla á leiðinni út úr bakaríi og fær bætur Útidyrahurð bakarísins skall harkalega á konunni með þeim afleiðingum að hún féll og ökklabrotnaði. 8. desember 2016 11:01