Innlendur myndaannáll: Stjórnmálin vógu þungt á árinu Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2016 08:45 Vísir Það er óhætt að segja að ansi margt og mikilvægt hafi farið fram hér á landi á árinu 2016. Stjórnmálin vógu þungt á árinu en þar má einnig nefna mótmæli, samstöðufundi, eldsvoða, kosningar, tónleika stórstjarna og margt fleira. Hér að neðan verður stiklað á stóru með myndum sem ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis tóku á árinu sem nú er að líða.Víkingaskipið Vésteinn sökk við bryggju í Reykjavík í október. Mikið rok var á landinu og skvettist mikill sjór um borð.Vísir/AntonMikill eldur kom upp á verkstæði á Grettisgötu í mars. Í húsinu voru tvö bifreiðarverkstæði, líkamsræktarstöð, vinnustofa og íbúð listmálara auk bifreiðageymslu í kjallara. Um íkveikju var að ræða.Vísir/AntonLjósmyndari Fréttablaðsins og Vísis varð vitni af því þegar smyrill réðst á starra og drap hann við Bónus við Hallveigarstíg í febrúar.Vísir/AntonTónlistarmaðurinn Justin Bieber steig tvisvar sinnum á svið í Kórnum í sumar.Vísir/HannaJustin Bieber við komuna til Íslands.Vísir/VilhelmBrúnegg tekin úr hillum eftir að í ljós kom að eggin höfðu um árabil verið auglýst sem vistvæn án þess að fylla nauðsynleg skilyrði.Vísir/AntonMinnst nítján slösuðust þegar rúta fór út af veginum á Þingvallavegi í október. Einn var sendur á gjörgæslu og var veginum lokað í fimm tíma.Vísir/VilhelmFjöldi fólks gekk í Druslugöngunni í ár, en markmið hennar er að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum og yfir á gerendur.Vísir/EyþórFrá tónleikum Die Antwoord hér á landi í sumar.Vísir/HannaVísir/StefánVísir/HannaForsetahjónin fyrrverandi og núverandi hittust á Evrópumótinu í Frakklandi.Vísir/VilhelmSysturnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand voru ákærðar fyrir að reyna að kúga fé úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þegar hann var forsætisráðherra.Vísir/EyþórFrá mótmælum gegn nýjum lögum um innflytjendur.Vísir/StefánTónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson hljóp tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í Sumar.Vísir/HannaMikil röð myndaðist fyrir utan Elko í Kópavogi þegar Svartur föstudagur svokallaður var haldinn hér á landi í nóvember.Vísir/EyþórMikil örtröð myndaðist í verslunum Söstrene Grene í september þegar nýjar vegghillur komu í sölu.Vísir/EyþórAron Khan og Emmsjé Gauti fallast í faðma á Iceland Airwaves.Vísir/Andri MarínóFólk tjaldaði fyrir utan verslun Húrra til að bíða eftir nýjum Yeezy skóm.Vísir/ErnirFyrsta banaslysið varð í Hvalfjarðargöngunum í sumar.Vísir/EyþórFjölmargar konur mættu berar að ofan í sund í Laugardalslaug í mars. Tilefnið var #FreeTheNipple átakið sem ætlað er að afklámvæða brjóst.Vísir/ErnirTil átaka kom á milli manns úr flokki Menningarseturs múslima og framkvæmdastjóra Stofnunar múslima við Ýmishúsið í sumar.Vísir/StefánSigurður Ingi Jóhannsson skoðar 360 gráðu myndband sem sýndarveruleikagleraugum. Myndbandið var gert af UNICEF og sýndi aðbúnað í flóttamannabúðum.Vísir/VilhelmVegum í Breiðholti var lokað þegar skotið var úr haglabyssu á bíl við söluturn í Iðufelli í ágúst.Vísir/EyþórLögregluþjónar að störfum eftir skotárásina.Vísir/EyþórTveir bræður eru grunaðir um að hafa skotið úr byssu eftir hópslagsmál.Vísir/EyþórFrá Norrænu þjóðdansamóti á Ingólfstorgi í sumar.Vísir/EyþórNorðurljósin hafa glatt marga ferðamenn og Íslendinga.Vísir/ernirMikill eldur kom upp á iðnaðarsvæði Hringrásar í Sundagörðum í haust.Vísir/ErnirSigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, tók á móti flóttafólki í janúar.Vísir/Anton23 flóttamenn frá Sýrlandi búa nú á Akureyri.Vísir/StefánForsetaframbjóðendur ársins.Vísir/StefánÓlafur Ragnar Grímsson yfirgaf Bessastaði eftir tuttugu ár í forsetastól.Vísir/StefánDavíð Oddson steig aftur inn á svið stjórnmála og bauð sig fram til forseta.Vísir/ErnirSigurður Ingi Jóhansson var kosinn nýr formaður Framsóknarflokksins.Vísir/AntonSigmundur Davíð þurfti því frá að víkja.Vísir/AntonGífurlegur fjöldi Íslendinga tók á móti landsliðinu þegar þeir sneru aftur af Evrópumótinu úr Frakklandi.Vísir/ErnirMannhafið á Arnarhóli.Vísir/EyþórÍslendingar voru ánægðir með gang landsliðsins.Vísir/EyþórFrá Gaypride.Vísir/HannaGuðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti Íslands.Vísir/EyþórGuðni Th. og eiginkona hans Eliza Reid.Vísir/EyþórForsetinn kíkti í heimsókn til Lilju Katrínar sem hafði þá verið að baka í sólarhring til styrktar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein.Vísir/EyþórOddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar. Flokkurinn reið ekki feitum hesti frá alþingiskosningunum.Vísir/HannaKatrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðiflokksins, gerðu tilraunir til að mynda ríkisstjórn.Vísir/AntonBirgitta Jónsdóttir var ánægð með gengi Pírata á kosningakvöldinu í október.Vísir/HannaEftir kosningarnar tóku við stjórnarmyndunarviðræður sem enn er ekki lokið.Vísir/StefánÞorsteinn Víglundsson og Þorgerður Katrín ræða málin í hléi á stjórnarmyndunarviðræðum.Vísir/EyþórÞingmenn gantast fyrir kappræður.Vísir/ErnirEldur kom upp í hausaþurrkun Félagsbúsins Miðhrauns á Snæfellsnesi í nóvember.Vísir/GVAÞúsundir kvenna lögðu niður vinnu í október og héldu samstöðufund á Austurvelli.Vísir/StefánFrá Wintris-mótmælunum í apríl.Vísir/ErnirÞúsundir mótmæltu á Austurvelli og kölluðu meðal annars eftir nýjum kosningum.Vísir/ErnirVigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður og forlagur fjárlaganefndar, fylgdist með mótmælunum úr Alþingishúsinu.Vísir/VilhelmSigurður Ingi og Bjarni Benediktsson ræða við fjölmiðla eftir að hafa ákveðið að Sigurður yrði forsætisráðherra.Vísir/ErnirHöskuldur Þórhallsson hafði þó stolið senunni skömmu áður, en hann hélt að Sigurður Ingi og Bjarni væru búnir að segja fjölmiðlum frá breytingunum á ríkisstjórninni.Vísir/ErnirSigmundur Davíð Gunnlaugsson á göngum Alþingishússins.VísirVilhelmBjarni Benediktsson á Bessastöðum eftir að hafa skilað stjórnarmyndunarumboðinu.Vísir/VilhelmTöluvert meira snjóaði í byrjun árs en hefur gert í byrjun þessa vetrar.Vísir/ErnirSannkallað vætuveður hefur verið í haust og í raun í vetur.Vísir/GVAFrá vatnavöxtum í haust.Vísir/Eyþór Fréttir ársins 2016 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að ansi margt og mikilvægt hafi farið fram hér á landi á árinu 2016. Stjórnmálin vógu þungt á árinu en þar má einnig nefna mótmæli, samstöðufundi, eldsvoða, kosningar, tónleika stórstjarna og margt fleira. Hér að neðan verður stiklað á stóru með myndum sem ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis tóku á árinu sem nú er að líða.Víkingaskipið Vésteinn sökk við bryggju í Reykjavík í október. Mikið rok var á landinu og skvettist mikill sjór um borð.Vísir/AntonMikill eldur kom upp á verkstæði á Grettisgötu í mars. Í húsinu voru tvö bifreiðarverkstæði, líkamsræktarstöð, vinnustofa og íbúð listmálara auk bifreiðageymslu í kjallara. Um íkveikju var að ræða.Vísir/AntonLjósmyndari Fréttablaðsins og Vísis varð vitni af því þegar smyrill réðst á starra og drap hann við Bónus við Hallveigarstíg í febrúar.Vísir/AntonTónlistarmaðurinn Justin Bieber steig tvisvar sinnum á svið í Kórnum í sumar.Vísir/HannaJustin Bieber við komuna til Íslands.Vísir/VilhelmBrúnegg tekin úr hillum eftir að í ljós kom að eggin höfðu um árabil verið auglýst sem vistvæn án þess að fylla nauðsynleg skilyrði.Vísir/AntonMinnst nítján slösuðust þegar rúta fór út af veginum á Þingvallavegi í október. Einn var sendur á gjörgæslu og var veginum lokað í fimm tíma.Vísir/VilhelmFjöldi fólks gekk í Druslugöngunni í ár, en markmið hennar er að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum og yfir á gerendur.Vísir/EyþórFrá tónleikum Die Antwoord hér á landi í sumar.Vísir/HannaVísir/StefánVísir/HannaForsetahjónin fyrrverandi og núverandi hittust á Evrópumótinu í Frakklandi.Vísir/VilhelmSysturnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand voru ákærðar fyrir að reyna að kúga fé úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þegar hann var forsætisráðherra.Vísir/EyþórFrá mótmælum gegn nýjum lögum um innflytjendur.Vísir/StefánTónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson hljóp tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í Sumar.Vísir/HannaMikil röð myndaðist fyrir utan Elko í Kópavogi þegar Svartur föstudagur svokallaður var haldinn hér á landi í nóvember.Vísir/EyþórMikil örtröð myndaðist í verslunum Söstrene Grene í september þegar nýjar vegghillur komu í sölu.Vísir/EyþórAron Khan og Emmsjé Gauti fallast í faðma á Iceland Airwaves.Vísir/Andri MarínóFólk tjaldaði fyrir utan verslun Húrra til að bíða eftir nýjum Yeezy skóm.Vísir/ErnirFyrsta banaslysið varð í Hvalfjarðargöngunum í sumar.Vísir/EyþórFjölmargar konur mættu berar að ofan í sund í Laugardalslaug í mars. Tilefnið var #FreeTheNipple átakið sem ætlað er að afklámvæða brjóst.Vísir/ErnirTil átaka kom á milli manns úr flokki Menningarseturs múslima og framkvæmdastjóra Stofnunar múslima við Ýmishúsið í sumar.Vísir/StefánSigurður Ingi Jóhannsson skoðar 360 gráðu myndband sem sýndarveruleikagleraugum. Myndbandið var gert af UNICEF og sýndi aðbúnað í flóttamannabúðum.Vísir/VilhelmVegum í Breiðholti var lokað þegar skotið var úr haglabyssu á bíl við söluturn í Iðufelli í ágúst.Vísir/EyþórLögregluþjónar að störfum eftir skotárásina.Vísir/EyþórTveir bræður eru grunaðir um að hafa skotið úr byssu eftir hópslagsmál.Vísir/EyþórFrá Norrænu þjóðdansamóti á Ingólfstorgi í sumar.Vísir/EyþórNorðurljósin hafa glatt marga ferðamenn og Íslendinga.Vísir/ernirMikill eldur kom upp á iðnaðarsvæði Hringrásar í Sundagörðum í haust.Vísir/ErnirSigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, tók á móti flóttafólki í janúar.Vísir/Anton23 flóttamenn frá Sýrlandi búa nú á Akureyri.Vísir/StefánForsetaframbjóðendur ársins.Vísir/StefánÓlafur Ragnar Grímsson yfirgaf Bessastaði eftir tuttugu ár í forsetastól.Vísir/StefánDavíð Oddson steig aftur inn á svið stjórnmála og bauð sig fram til forseta.Vísir/ErnirSigurður Ingi Jóhansson var kosinn nýr formaður Framsóknarflokksins.Vísir/AntonSigmundur Davíð þurfti því frá að víkja.Vísir/AntonGífurlegur fjöldi Íslendinga tók á móti landsliðinu þegar þeir sneru aftur af Evrópumótinu úr Frakklandi.Vísir/ErnirMannhafið á Arnarhóli.Vísir/EyþórÍslendingar voru ánægðir með gang landsliðsins.Vísir/EyþórFrá Gaypride.Vísir/HannaGuðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti Íslands.Vísir/EyþórGuðni Th. og eiginkona hans Eliza Reid.Vísir/EyþórForsetinn kíkti í heimsókn til Lilju Katrínar sem hafði þá verið að baka í sólarhring til styrktar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein.Vísir/EyþórOddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar. Flokkurinn reið ekki feitum hesti frá alþingiskosningunum.Vísir/HannaKatrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðiflokksins, gerðu tilraunir til að mynda ríkisstjórn.Vísir/AntonBirgitta Jónsdóttir var ánægð með gengi Pírata á kosningakvöldinu í október.Vísir/HannaEftir kosningarnar tóku við stjórnarmyndunarviðræður sem enn er ekki lokið.Vísir/StefánÞorsteinn Víglundsson og Þorgerður Katrín ræða málin í hléi á stjórnarmyndunarviðræðum.Vísir/EyþórÞingmenn gantast fyrir kappræður.Vísir/ErnirEldur kom upp í hausaþurrkun Félagsbúsins Miðhrauns á Snæfellsnesi í nóvember.Vísir/GVAÞúsundir kvenna lögðu niður vinnu í október og héldu samstöðufund á Austurvelli.Vísir/StefánFrá Wintris-mótmælunum í apríl.Vísir/ErnirÞúsundir mótmæltu á Austurvelli og kölluðu meðal annars eftir nýjum kosningum.Vísir/ErnirVigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður og forlagur fjárlaganefndar, fylgdist með mótmælunum úr Alþingishúsinu.Vísir/VilhelmSigurður Ingi og Bjarni Benediktsson ræða við fjölmiðla eftir að hafa ákveðið að Sigurður yrði forsætisráðherra.Vísir/ErnirHöskuldur Þórhallsson hafði þó stolið senunni skömmu áður, en hann hélt að Sigurður Ingi og Bjarni væru búnir að segja fjölmiðlum frá breytingunum á ríkisstjórninni.Vísir/ErnirSigmundur Davíð Gunnlaugsson á göngum Alþingishússins.VísirVilhelmBjarni Benediktsson á Bessastöðum eftir að hafa skilað stjórnarmyndunarumboðinu.Vísir/VilhelmTöluvert meira snjóaði í byrjun árs en hefur gert í byrjun þessa vetrar.Vísir/ErnirSannkallað vætuveður hefur verið í haust og í raun í vetur.Vísir/GVAFrá vatnavöxtum í haust.Vísir/Eyþór
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira