Bálbreiði George í ham og lætur leikstjórnanda Portland heyra það Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2016 23:15 George Karl hefur stýrt liðum í 1999 leikjum í NBA-deildinni. vísir/getty George Karl, sem þjálfaði um þriggja áratuga skeið í NBA-deildinni í körfubolta, hefur skotið föstum skotum í allar áttir undanfarna daga. Karl er nú á fullu að auglýsa væntanlega ævisögu sína sem ber heitið Furious George: My Forty Years Surviving NBA Divas, Clueless GMs, and Poor Shot Selection. Fjölmiðlar vestanhafs hafa birt brot úr bókinni og þá hefur Karl farið í nokkur viðtöl þar sem hann er ófeiminn að láta menn heyra það. Karl hefur m.a. skotið á Damian Lillard, leikstjórnanda Portland Trail Blazers; leikmann sem hann þjálfaði aldrei.Lillard er aðalmaðurinn í liði Portland sem hefur valdið vonbrigðum í vetur.vísir/getty„Ég var að horfa á Portland spila og var að reyna að finna út hvað væri að þessu liði,“ sagði Karl í nýlegu viðtali við New York Magazine. Portland hefur valdið vonbrigðum á tímabilinu og aðeins unnið 14 af 34 leikjum sínum. „Niðurstaða mín var að Damian Lillard fær of mikla athygli,“ sagði Karl um Lillard sem er í hópi skærustu stjarna deildarinnar. Lillard er mjög sýnilegur, ef svo má að orði komast, en hann er með styrktarsamninga við fyrirtæki á borð við Adidas og þá gaf hann nýlega út rappplötu. Terry Stotts, þjálfari Portland, var lengi aðstoðarmaður Karl hjá Seattle SuperSonics og Milwaukee Bucks. Hann var fljótur að koma Lillard til varnar. „Ég á George mikið að þakka. Ég byrjaði þjálfaraferilinn með honum og ég væri ekki hér ef það væri ekki fyrir hann. En þegar það kemur að mínu liði og mínum leikmönnum þarf hann að halda sig á mottunni,“ sagði Stotts um sinn gamla lærimeistara. „Hann þekkir ekki Damian Lillard. Hann veit ekki hvernig það er að þjálfa hann. Hann veit ekki hversu annt Damian er um að vinna og hversu mikilvægur hann er félaginu. Ég get ekki látið þessi ummæli, hversu vel þau voru meint, óátalin.“ Stotts kveðst ekki ætla að lesa bók Karls þegar hún kemur í búðir og segir að þessi reynslumikli þjálfari sé að skemma fyrir sjálfum sér. „Hann er farsæll þjálfari. Að því sögðu, ef hann vill skerða möguleika sína á að komast í Frægðarhöllina, fá þjálfarastarf í deildinni, jafna um gamlar syndir eða hvað sem er, þá er honum það frjálst,“ sagði Stotts. Karl hefur þjálfað Cleveland Cavaliers, Golden State Warriors, Seattle, Milwaukee, Denver Nuggets og nú síðast Sacramento Kings. Hann er einn níu þjálfara í sögu NBA sem hafa unnið yfir 1000 leiki í deildinni. NBA Tengdar fréttir George Karl hraunar yfir Carmelo Anthony í nýrri bók George Karl, fyrrum þjálfari í NBA-deildinni, er ekki mikill aðdáandi NBA-stjörnurnar Carmelo Anthony og Karl gagnrýnir fyrrum leikmann sinn harðlega í nýrri bók sinni. 23. desember 2016 10:00 Það er steravandamál í NBA-deildinni George Karl, fyrrum þjálfari Kings, Nuggets, Bucks, Sonics, Warriors og Cavaliers í NBA-deildinni, segir að verið sé að sópa vandamálum undir teppið í NBA-deildinni. 27. desember 2016 23:15 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira
George Karl, sem þjálfaði um þriggja áratuga skeið í NBA-deildinni í körfubolta, hefur skotið föstum skotum í allar áttir undanfarna daga. Karl er nú á fullu að auglýsa væntanlega ævisögu sína sem ber heitið Furious George: My Forty Years Surviving NBA Divas, Clueless GMs, and Poor Shot Selection. Fjölmiðlar vestanhafs hafa birt brot úr bókinni og þá hefur Karl farið í nokkur viðtöl þar sem hann er ófeiminn að láta menn heyra það. Karl hefur m.a. skotið á Damian Lillard, leikstjórnanda Portland Trail Blazers; leikmann sem hann þjálfaði aldrei.Lillard er aðalmaðurinn í liði Portland sem hefur valdið vonbrigðum í vetur.vísir/getty„Ég var að horfa á Portland spila og var að reyna að finna út hvað væri að þessu liði,“ sagði Karl í nýlegu viðtali við New York Magazine. Portland hefur valdið vonbrigðum á tímabilinu og aðeins unnið 14 af 34 leikjum sínum. „Niðurstaða mín var að Damian Lillard fær of mikla athygli,“ sagði Karl um Lillard sem er í hópi skærustu stjarna deildarinnar. Lillard er mjög sýnilegur, ef svo má að orði komast, en hann er með styrktarsamninga við fyrirtæki á borð við Adidas og þá gaf hann nýlega út rappplötu. Terry Stotts, þjálfari Portland, var lengi aðstoðarmaður Karl hjá Seattle SuperSonics og Milwaukee Bucks. Hann var fljótur að koma Lillard til varnar. „Ég á George mikið að þakka. Ég byrjaði þjálfaraferilinn með honum og ég væri ekki hér ef það væri ekki fyrir hann. En þegar það kemur að mínu liði og mínum leikmönnum þarf hann að halda sig á mottunni,“ sagði Stotts um sinn gamla lærimeistara. „Hann þekkir ekki Damian Lillard. Hann veit ekki hvernig það er að þjálfa hann. Hann veit ekki hversu annt Damian er um að vinna og hversu mikilvægur hann er félaginu. Ég get ekki látið þessi ummæli, hversu vel þau voru meint, óátalin.“ Stotts kveðst ekki ætla að lesa bók Karls þegar hún kemur í búðir og segir að þessi reynslumikli þjálfari sé að skemma fyrir sjálfum sér. „Hann er farsæll þjálfari. Að því sögðu, ef hann vill skerða möguleika sína á að komast í Frægðarhöllina, fá þjálfarastarf í deildinni, jafna um gamlar syndir eða hvað sem er, þá er honum það frjálst,“ sagði Stotts. Karl hefur þjálfað Cleveland Cavaliers, Golden State Warriors, Seattle, Milwaukee, Denver Nuggets og nú síðast Sacramento Kings. Hann er einn níu þjálfara í sögu NBA sem hafa unnið yfir 1000 leiki í deildinni.
NBA Tengdar fréttir George Karl hraunar yfir Carmelo Anthony í nýrri bók George Karl, fyrrum þjálfari í NBA-deildinni, er ekki mikill aðdáandi NBA-stjörnurnar Carmelo Anthony og Karl gagnrýnir fyrrum leikmann sinn harðlega í nýrri bók sinni. 23. desember 2016 10:00 Það er steravandamál í NBA-deildinni George Karl, fyrrum þjálfari Kings, Nuggets, Bucks, Sonics, Warriors og Cavaliers í NBA-deildinni, segir að verið sé að sópa vandamálum undir teppið í NBA-deildinni. 27. desember 2016 23:15 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira
George Karl hraunar yfir Carmelo Anthony í nýrri bók George Karl, fyrrum þjálfari í NBA-deildinni, er ekki mikill aðdáandi NBA-stjörnurnar Carmelo Anthony og Karl gagnrýnir fyrrum leikmann sinn harðlega í nýrri bók sinni. 23. desember 2016 10:00
Það er steravandamál í NBA-deildinni George Karl, fyrrum þjálfari Kings, Nuggets, Bucks, Sonics, Warriors og Cavaliers í NBA-deildinni, segir að verið sé að sópa vandamálum undir teppið í NBA-deildinni. 27. desember 2016 23:15