Bálbreiði George í ham og lætur leikstjórnanda Portland heyra það Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2016 23:15 George Karl hefur stýrt liðum í 1999 leikjum í NBA-deildinni. vísir/getty George Karl, sem þjálfaði um þriggja áratuga skeið í NBA-deildinni í körfubolta, hefur skotið föstum skotum í allar áttir undanfarna daga. Karl er nú á fullu að auglýsa væntanlega ævisögu sína sem ber heitið Furious George: My Forty Years Surviving NBA Divas, Clueless GMs, and Poor Shot Selection. Fjölmiðlar vestanhafs hafa birt brot úr bókinni og þá hefur Karl farið í nokkur viðtöl þar sem hann er ófeiminn að láta menn heyra það. Karl hefur m.a. skotið á Damian Lillard, leikstjórnanda Portland Trail Blazers; leikmann sem hann þjálfaði aldrei.Lillard er aðalmaðurinn í liði Portland sem hefur valdið vonbrigðum í vetur.vísir/getty„Ég var að horfa á Portland spila og var að reyna að finna út hvað væri að þessu liði,“ sagði Karl í nýlegu viðtali við New York Magazine. Portland hefur valdið vonbrigðum á tímabilinu og aðeins unnið 14 af 34 leikjum sínum. „Niðurstaða mín var að Damian Lillard fær of mikla athygli,“ sagði Karl um Lillard sem er í hópi skærustu stjarna deildarinnar. Lillard er mjög sýnilegur, ef svo má að orði komast, en hann er með styrktarsamninga við fyrirtæki á borð við Adidas og þá gaf hann nýlega út rappplötu. Terry Stotts, þjálfari Portland, var lengi aðstoðarmaður Karl hjá Seattle SuperSonics og Milwaukee Bucks. Hann var fljótur að koma Lillard til varnar. „Ég á George mikið að þakka. Ég byrjaði þjálfaraferilinn með honum og ég væri ekki hér ef það væri ekki fyrir hann. En þegar það kemur að mínu liði og mínum leikmönnum þarf hann að halda sig á mottunni,“ sagði Stotts um sinn gamla lærimeistara. „Hann þekkir ekki Damian Lillard. Hann veit ekki hvernig það er að þjálfa hann. Hann veit ekki hversu annt Damian er um að vinna og hversu mikilvægur hann er félaginu. Ég get ekki látið þessi ummæli, hversu vel þau voru meint, óátalin.“ Stotts kveðst ekki ætla að lesa bók Karls þegar hún kemur í búðir og segir að þessi reynslumikli þjálfari sé að skemma fyrir sjálfum sér. „Hann er farsæll þjálfari. Að því sögðu, ef hann vill skerða möguleika sína á að komast í Frægðarhöllina, fá þjálfarastarf í deildinni, jafna um gamlar syndir eða hvað sem er, þá er honum það frjálst,“ sagði Stotts. Karl hefur þjálfað Cleveland Cavaliers, Golden State Warriors, Seattle, Milwaukee, Denver Nuggets og nú síðast Sacramento Kings. Hann er einn níu þjálfara í sögu NBA sem hafa unnið yfir 1000 leiki í deildinni. NBA Tengdar fréttir George Karl hraunar yfir Carmelo Anthony í nýrri bók George Karl, fyrrum þjálfari í NBA-deildinni, er ekki mikill aðdáandi NBA-stjörnurnar Carmelo Anthony og Karl gagnrýnir fyrrum leikmann sinn harðlega í nýrri bók sinni. 23. desember 2016 10:00 Það er steravandamál í NBA-deildinni George Karl, fyrrum þjálfari Kings, Nuggets, Bucks, Sonics, Warriors og Cavaliers í NBA-deildinni, segir að verið sé að sópa vandamálum undir teppið í NBA-deildinni. 27. desember 2016 23:15 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
George Karl, sem þjálfaði um þriggja áratuga skeið í NBA-deildinni í körfubolta, hefur skotið föstum skotum í allar áttir undanfarna daga. Karl er nú á fullu að auglýsa væntanlega ævisögu sína sem ber heitið Furious George: My Forty Years Surviving NBA Divas, Clueless GMs, and Poor Shot Selection. Fjölmiðlar vestanhafs hafa birt brot úr bókinni og þá hefur Karl farið í nokkur viðtöl þar sem hann er ófeiminn að láta menn heyra það. Karl hefur m.a. skotið á Damian Lillard, leikstjórnanda Portland Trail Blazers; leikmann sem hann þjálfaði aldrei.Lillard er aðalmaðurinn í liði Portland sem hefur valdið vonbrigðum í vetur.vísir/getty„Ég var að horfa á Portland spila og var að reyna að finna út hvað væri að þessu liði,“ sagði Karl í nýlegu viðtali við New York Magazine. Portland hefur valdið vonbrigðum á tímabilinu og aðeins unnið 14 af 34 leikjum sínum. „Niðurstaða mín var að Damian Lillard fær of mikla athygli,“ sagði Karl um Lillard sem er í hópi skærustu stjarna deildarinnar. Lillard er mjög sýnilegur, ef svo má að orði komast, en hann er með styrktarsamninga við fyrirtæki á borð við Adidas og þá gaf hann nýlega út rappplötu. Terry Stotts, þjálfari Portland, var lengi aðstoðarmaður Karl hjá Seattle SuperSonics og Milwaukee Bucks. Hann var fljótur að koma Lillard til varnar. „Ég á George mikið að þakka. Ég byrjaði þjálfaraferilinn með honum og ég væri ekki hér ef það væri ekki fyrir hann. En þegar það kemur að mínu liði og mínum leikmönnum þarf hann að halda sig á mottunni,“ sagði Stotts um sinn gamla lærimeistara. „Hann þekkir ekki Damian Lillard. Hann veit ekki hvernig það er að þjálfa hann. Hann veit ekki hversu annt Damian er um að vinna og hversu mikilvægur hann er félaginu. Ég get ekki látið þessi ummæli, hversu vel þau voru meint, óátalin.“ Stotts kveðst ekki ætla að lesa bók Karls þegar hún kemur í búðir og segir að þessi reynslumikli þjálfari sé að skemma fyrir sjálfum sér. „Hann er farsæll þjálfari. Að því sögðu, ef hann vill skerða möguleika sína á að komast í Frægðarhöllina, fá þjálfarastarf í deildinni, jafna um gamlar syndir eða hvað sem er, þá er honum það frjálst,“ sagði Stotts. Karl hefur þjálfað Cleveland Cavaliers, Golden State Warriors, Seattle, Milwaukee, Denver Nuggets og nú síðast Sacramento Kings. Hann er einn níu þjálfara í sögu NBA sem hafa unnið yfir 1000 leiki í deildinni.
NBA Tengdar fréttir George Karl hraunar yfir Carmelo Anthony í nýrri bók George Karl, fyrrum þjálfari í NBA-deildinni, er ekki mikill aðdáandi NBA-stjörnurnar Carmelo Anthony og Karl gagnrýnir fyrrum leikmann sinn harðlega í nýrri bók sinni. 23. desember 2016 10:00 Það er steravandamál í NBA-deildinni George Karl, fyrrum þjálfari Kings, Nuggets, Bucks, Sonics, Warriors og Cavaliers í NBA-deildinni, segir að verið sé að sópa vandamálum undir teppið í NBA-deildinni. 27. desember 2016 23:15 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
George Karl hraunar yfir Carmelo Anthony í nýrri bók George Karl, fyrrum þjálfari í NBA-deildinni, er ekki mikill aðdáandi NBA-stjörnurnar Carmelo Anthony og Karl gagnrýnir fyrrum leikmann sinn harðlega í nýrri bók sinni. 23. desember 2016 10:00
Það er steravandamál í NBA-deildinni George Karl, fyrrum þjálfari Kings, Nuggets, Bucks, Sonics, Warriors og Cavaliers í NBA-deildinni, segir að verið sé að sópa vandamálum undir teppið í NBA-deildinni. 27. desember 2016 23:15