Fótbolti

Kolbeinn á förum frá Galatasary

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn hefur skorað 22 mörk í 44 landsleikjum.
Kolbeinn hefur skorað 22 mörk í 44 landsleikjum. vísir/getty
Kolbeinn Sigþórsson er á förum frá Galatasary þar sem hann hefur verið í láni frá því í lok ágúst. Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá þessu.

Kolbeinn kom til Galatasary á eins árs lánssamningi frá franska liðinu Nantes. Svo virðist sem Kolbeinn og tyrkneska stórliðið hafi komist að samkomulagi um að rifta lánssamningnum. Landsliðsframherjinn náði ekki að spila leik með Galatasary vegna erfiðra hnémeiðsla.

Kolbeinn gekk í raðir Nantes frá Ajax sumarið 2015. Hann skrifaði undir fimm ára samning við franska liðið.

Kolbeinn náði sér ekki á strik með Nantes á síðasta tímabili og skoraði aðeins þrjú mörk í 26 deildarleikjum.

Kolbeinn er næstmarkahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins með 22 mörk. Hann skoraði tvö mörk á EM í Frakklandi í sumar, þ.á.m. sigurmarkið gegn Englandi í 16-liða úrslitunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×