Viðskipti innlent

Þriðja hæsta bensínverðið á Íslandi

Sæunn Gísladóttir skrifar
Dýrasta er bensínið í Hong Kong þar sem verðið er 1,91 dollari á lítra, næst dýrast er það í Noregi.
Dýrasta er bensínið í Hong Kong þar sem verðið er 1,91 dollari á lítra, næst dýrast er það í Noregi.
Á Íslandi er þriðja hæsta bensínverð í heimi samkvæmt úttekt GlobalPetrolPrices sem uppfærð var 26. desember síðastliðin. Verðið er ýmist uppfært vikulega eða mánaðarlega fyrir hvert land.

Dýrasta er bensínið í Hong Kong þar sem verðið er 1,91 dollari á lítra, næst dýrast er það í Noregi þar sem það er 1,77 en á Íslandi er það 1,72. Bensínverð er með því hæsta í heiminum á öllum Norðurlöndum.

Meðalverð á bensíni var 0,98 dollarar á líter í lok desember. Bensínið er ódýrast í Venesúela, Sádi-Arabíu og Alsír. Í Sádi-Arabíu kostar líterinn 0,24 dollara en í Venesúela kostar hann 0,01 dollara, löndin tvö eru stórir olíuframleiðendur.

Eins og Vísir hefur greint frá hefur hrávöruverð á olíu lækkað verulega á síðustu tveimur árum. Það var yfir 100 dollarar árið 2014 en náði lægð í vor í kringum 30 dollara. Verðið hefur verið að nálgast 55 dollara á tunnu undanfarið og er Brent hráolíu tunna nú seld á 56 dollara.

Hlutfall skatts af bensínverði er mismunandi milli landa og er tiltölulega hátt á Íslandi, sem og á öðrum Norðurlöndum, líklega skýrir það að einhverjum hluta verðmunin milli landa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×