Sigmundur Davíð hvetur fólk til að kjósa mann ársins á Rás 2 Jakob Bjarnar skrifar 28. desember 2016 17:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nú þingmaður flokksins. Vísir „Það er líka verið að kjósa mann ársins á Rás 2. Ég hitti konu hér frammi sem sagði að þar væri verið að akítera fyrir þessum Jóhannesi þarna,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins nú rétt í þessu. Og er þar vísast að tala um Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamann hjá Reykjavík Media – en viðtal við Jóhannes reyndist mikill örlagavaldur í lífi Sigmundar og ekki víst að hann kunni honum miklar þakkir. Sigmundur Davíð var kjörinn maður ársins á útvarpsstöðinni Útvarp Saga í dag. Hann mætti af því tilefni í viðtal til Péturs Gunnlaugssonar. Sigmundur Davíð var afar þakklátur hlustendum Útvarps Sögu og útvarpsstöðinni sem slíkri. Sagði Sigmundur Davíð meðal annars að það væri gleðiefni að til væri fjölmiðill sem þyrði að láta ýmsar skoðanir heyrast og héldi fram staðreyndum sem annars staðar væru látnar liggja á milli hluta. Einhverra hluta vegna.Um að gera að taka þátt í kosningunumEkki var betur á Sigmundi Davíð að skilja en svo að hann hvetti hlustendur Útvarps Sögu til að láta til sín taka í kosningunum um mann ársins á Rás 2. Sagði eitthvað á þá leið að um að gera væri að taka þátt í þeim kosningum líka. Samkvæmt heimildum Vísis er orðið á göngum Ríkisútvarpsins það að atkvæði honum til handa streymi inn í áður óþekktu magni; stuðningsmenn Sigmundar Davíðs virðast duglegir við að styðja sinn mann í þessu sem öðru. Eins og fram hefur komið hefur Sigmundur Davíð ítrekað sakað RUV um að leggja sig í einelti og víst er að margir bíða þess spenntir að heyra viðtal við Sigmund Davíð á Rás 2 þegar rætt verður við hann sem mann ársins – ef fer sem horfir.Þá er Sigmundur Davíð einnig einn af þeim tíu sem hægt er að kjósa um sem maður ársins í kjöri Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni og Vísis. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið af vef Útvarps Sögu. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Það er líka verið að kjósa mann ársins á Rás 2. Ég hitti konu hér frammi sem sagði að þar væri verið að akítera fyrir þessum Jóhannesi þarna,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins nú rétt í þessu. Og er þar vísast að tala um Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamann hjá Reykjavík Media – en viðtal við Jóhannes reyndist mikill örlagavaldur í lífi Sigmundar og ekki víst að hann kunni honum miklar þakkir. Sigmundur Davíð var kjörinn maður ársins á útvarpsstöðinni Útvarp Saga í dag. Hann mætti af því tilefni í viðtal til Péturs Gunnlaugssonar. Sigmundur Davíð var afar þakklátur hlustendum Útvarps Sögu og útvarpsstöðinni sem slíkri. Sagði Sigmundur Davíð meðal annars að það væri gleðiefni að til væri fjölmiðill sem þyrði að láta ýmsar skoðanir heyrast og héldi fram staðreyndum sem annars staðar væru látnar liggja á milli hluta. Einhverra hluta vegna.Um að gera að taka þátt í kosningunumEkki var betur á Sigmundi Davíð að skilja en svo að hann hvetti hlustendur Útvarps Sögu til að láta til sín taka í kosningunum um mann ársins á Rás 2. Sagði eitthvað á þá leið að um að gera væri að taka þátt í þeim kosningum líka. Samkvæmt heimildum Vísis er orðið á göngum Ríkisútvarpsins það að atkvæði honum til handa streymi inn í áður óþekktu magni; stuðningsmenn Sigmundar Davíðs virðast duglegir við að styðja sinn mann í þessu sem öðru. Eins og fram hefur komið hefur Sigmundur Davíð ítrekað sakað RUV um að leggja sig í einelti og víst er að margir bíða þess spenntir að heyra viðtal við Sigmund Davíð á Rás 2 þegar rætt verður við hann sem mann ársins – ef fer sem horfir.Þá er Sigmundur Davíð einnig einn af þeim tíu sem hægt er að kjósa um sem maður ársins í kjöri Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni og Vísis. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið af vef Útvarps Sögu.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira