Viðskipti innlent

OZ tapar 500 milljónum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Guðjón Már Guðjónsson var framkvæmdastjóri OZ í árslok 2015.
Guðjón Már Guðjónsson var framkvæmdastjóri OZ í árslok 2015.
Á síðasta ári tapaði fyrirtækið OZ 524 milljónum króna. Tapið jókst milli ára en árið 2014 nam það 283 milljónum króna. Tekjur námu 75,2 milljónum króna árið 2015.

Eignir í árslok námu 196,6 milljónum króna samanborið við 255 milljónir árið áður. Á árinu störfuðu 23 hjá fyrirtækinu og námu laun- og launatengdur kostnaður 340,5 milljónum króna.

Fram kemur í ársreikningi að árið 2015 hafi verið mikilvægt fyrir þróun innan fyrirtækisins en það hafi notað reynslu sína á innanlands markaði til að þróa betri vörur og þjónustu fyrir alþjóðlega dreifingu.

Í árslok 2015 var Guðjón Már Guðjónsson framkvæmdastjóri OZ. Innlendir hluthafar voru allnokkrir Agora ehf átti stærstan hlut eða 38,2 prósent. Dvorzak Ísland átti 16,28% og Wizard Investment 6,42 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×