Viðskipti innlent

Ívar ráðinn lögmaður hjá Hafnarfjarðarbæ

atli ísleifsson skrifar
Ívar hefur á síðustu árum starfað hjá embætti borgarlögmanns.
Ívar hefur á síðustu árum starfað hjá embætti borgarlögmanns. Vísir/gva
Ívar Bragason hefur verið ráðinn lögmaður hjá Hafnarfjarðarbæ og mun hefja þar störf í janúar.

Í tilkynningu frá bænum segir að Ívar hafi á síðustu árum starfað hjá embætti borgarlögmanns en var áður hjá LOGOS lögmannsþjónustu og Mörkinni lögmannsstofu.

„Verkefni Ívars hjá borgarlögmanni snéru fyrst og fremst að meðferð mála fyrir héraðsdómi, samningagerð og lögfræðilegri ráðgjöf auk þess að koma að málum á sviði samkeppnisréttar og persónuverndar,“ segir í tilkynningunni.

Ívar lauk mag. jur. prófi frá Háskóla Íslands árið 2008 og öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður sama ár. Hann er kvæntur Sigrúnu Helgu Jóhannsdóttur lögmanni og eiga þau saman tvær dætur. Þau eru búsett í Hafnarfirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×