Skúli valinn viðskiptamaður ársins: Íhugar starfsstöð utan Íslands Sæunn Gísladóttir skrifar 28. desember 2016 10:30 Gríðarleg uppbygging hefur verið hjá flugfélaginu WOW air frá því að jómfrúarflugið var farið í maí 2012. Mynd/Aðsend Þetta er búið að vera ævintýri líkast. Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir þær móttökur sem við höfum fengið og hef verið mjög heppinn að fá í lið með okkur frábært starfsfólk sem á mikinn heiður skilinn fyrir frábærlega vel unnin störf. Þessi viðurkenning er í raun viðurkenning til okkar allra og ég er afar þakklátur,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri WOW air sem hefur verið valinn viðskiptamaður ársins, þegar honum tilkynnt um valið þar sem hann er staddur í jólafríi á skíðum í Frakklandi. Dómnefnd Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis valdi Skúla viðskiptamann ársins 2016 með nokkrum yfirburðum. Skúli hlaut næstflest atkvæði í vali síðasta árs. Gríðarleg uppbygging hefur verið hjá flugfélaginu WOW air frá því að jómfrúarflugið var farið í maí 2012. Á árinu hafa farþegar félagsins verið 1,6 milljónir, þoturnar eru orðnar 12 og áfangastaðirnir eru yfir 30 talsins beggja vegna Atlantshafsins. Til samanburðar voru farþegar síðasta árs 740 þúsund, áfangastaðirnir 19 og fimm vélar í flotanum. Þessi vöxtur hefur skilað sér í auknum hagnaði hjá félaginu. Á fyrstu níu mánuðum ársins hagnaðist félagið um 4,4 milljarða króna. Skúli segir að ljóst sé að árið í heild verði gott hjá félaginu. „Fjórði ársfjórðungur og veturinn er alltaf mun þyngri þar sem okkar vertíð eru þeir sex mánuðir á ári sem eru milli vors og hausts. Vissulega höfum við eins og aðrir orðið varir við gríðarlegar launahækkanir og styrking krónunnar hefur líka íþyngjandi áhrif á reksturinn. Hins vegar er alveg ljóst að heildarniðurstaðan verður mjög jákvæð,“ segir Skúli.Wow air hefur flogið frá Keflavíkurflugvelli frá árinu 2012.Áætlar 70% vöxt á næsta ári„Það er mjög ánægjulegt að sjá að okkur hafi tekist að byggja upp þetta félag á svona skömmum tíma í heild sinni og hafa náð þetta miklum árangri, bæði hvað varðar vöxt og jafnframt að skila þetta góðri afkomu byggðri á lággjaldamódelinu sem eflir okkur enn frekar í þeirri sannfæringu okkar að við séum á réttri braut og munum halda áfram að setja allan hagnað í enn frekari uppbyggingu á félaginu. Þetta sýnir að það var full þörf á, og tækifæri til, að búa til öfluga samkeppni í flugi til og frá Íslandi. Ég er mjög stoltur af því og af okkar fólki líka sem hefur lagt nótt við dag í að láta þennan draum verða að veruleika og búið til öfluga samkeppni á þessum markaði sem hefur lengi vel einkennst af fákeppni,“ segir Skúli. Hann bætir við að útlit sé fyrir 70 prósenta vöxt á næsta ári. „Við erum að bæta við nýjum áfangastöðum, New York, Miami og Pittsburgh, einnig erum við að fjölga ferðum til Los Angeles og San Francisco upp í daglegt flug ásamt því að fljúga tvisvar á dag allan ársins hring til London, Parísar og Amsterdam. Samhliða þessu fjölgum við enn frekar ferðum Evrópumegin, þannig að við förum upp í þrjár milljónir farþega á næsta ári.“ Að mati Skúla hafði Ameríkuflugið tvímælalaust mest áhrif á vöxt á liðnu ári. „Það má segja að með Ameríkufluginu höfum við fyrst náð að sannreyna viðskiptamódelið okkar til fulls en það er að bjóða upp á lággjaldaflug líka á lengri flugferðum. Til þessa hefur lággjaldamódelið aðallega verið þekkt innan Evrópu og/eða innan Ameríku en það má segja að við og Norwegian séum núna brautryðjendur með lággjaldamódelið yfir hafið. Fæstir hafa haft trú á þessu til þessa og það er í raun ekki fyrr en núna í ár sem svartsýnisraddirnar hér á landi fóru að þagna. Við fórum með mjög brattar áætlanir inn í þetta ár, bættum við bæði San Francisco og Los Angeles, jukum heildarfarþegafjöldann um rúmlega 120 prósent og tókum inn þrjár nýjar breiðþotur. Þetta voru 350 sæta flugvélar, sem eru stærstu þotur sem hafa flogið til og frá Íslandi í áætlunarflugi. Þetta var stór biti. Að hafa náð að klára það og klára það með glæsibrag er vissulega búið að vera mjög ánægjulegt.“Spáð er að Keflavíkurflugvöllur muni springa varðandi farþegafjölda árið 2019.VísirLítur til AsíuSkúli segir WOW air vera rétt að byrja og að jafnvel sé Asíuævintýri handan við hornið. „Það er ekkert launungarmál að við horfum til Asíu og annarra fjarlægra landa. Ég sé bæði tækifæri í flugi til og frá þessum löndum til Íslands, en jafnframt endurspeglar þetta fyrst og fremst þá sýn að Ísland geti orðið mjög stór alþjóðleg tengimiðstöð fyrir flug. Miðstöðin myndi þá tengja saman Asíu, Norður-Ameríku og Evrópu.“ Skúli bendir á að Helsinkiflugvöllur í Finnlandi sé mjög stór tengivöllur á milli Asíu og Evrópu og árlega fari um 16 milljónir farþega um völlinn. „Lega Íslands er einstök og erfitt að keppa við hana hvað þetta varðar. Ég tel okkur vera í lykilaðstöðu til þess að búa hérna til mjög öflugan flugvöll. Það er mjög mikilvægt að þessi sýn byggist ekki á að fjölga endalaust ferðamönnum til landsins heldur fjölgun á farþegum sem séu að fljúga yfir hafið.“ Skúli segir að þetta muni ekki gerast alveg á næstunni. „En við erum á fullu að undirbúa frekari stækkun og svo framarlega sem stjórnvöld og ekki síst ISAVIA sjá tækifærið í þessu þá tel ég raunhæft að Ísland gæti orðið einn af stóru tengiflugvöllunum í heiminum.“ Sú gríðarlega fjölgun sem orðið hefur á ferðamönnum sem fara um Keflavíkurflugvöll árlega hefur vart farið fram hjá neinum landsmanna og hefur flugvöllurinn sætt nokkurri gagnrýni vegna vaxtarverkja. Skúli segist sjálfur hafa bölvað því um tíma hve hæg stækkunin á flugvellinum verður á næstu árum en er nú með breytta sýn á hlutina. „Auðvitað hefur þessi gríðarlega aukning komið svolítið flatt upp á alla aðila, nema kannski okkur. Það liggur fyrir að það verði aukning í fjölda ferðamanna árið 2017 og einhver aukning árið 2018, en frá og með 2019 er flugvöllurinn sprunginn. Það þýðir að hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá mun hægja á vexti ferðaþjónustunnar. Það verður lítill sem enginn vöxtur frá 2019 til 2025. Það er kannski bara ágætt því að það gefur okkur þá tíma til að vinna í innviðunum, koma upp alvöru uppbyggingu í kringum landið. Við getum þá þróað fleiri spennandi áfangastaði innanlands, það er nóg til af þeim. Þó gullni hringurinn sé frábær ættum við kannski að hætta að beina fólki bara þangað, Ísland hefur upp á svo margt að bjóða,“ segir Skúli. „Ekki alls fyrir löngu taldi ég að það þyrfti að flýta uppbyggingunni á Keflavíkurflugvelli. En núna er ég kominn á þá skoðun að við höfum hollt og gott af því að staldra aðeins við og vinna betur í innviðauppbyggingu. Ég er ekki að lýsa neinu hruni; þó að núverandi ferðaþjónusta myndi staldra aðeins við og kæmist ró á vöxtinn þá er hún orðin svo stór hluti af tekjuöflun þjóðarinnar að jafnvel þó hún myndi ekki halda áfram að vaxa væri hún samt búin að hafa gríðarlega jákvæð áhrif og mun gera það áfram.“ Skúli telur umræðuna um flugvöll í Hvassahrauni vera á villigötum. „Það væri galið fyrir litla Ísland að búa til enn einn flugvöllinn sem er korter í burtu frá aðalalþjóðaflugvellinum. Það væri betra að verja því fé í uppbyggingu heilbrigðis- eða menntakerfisins. Keflavíkurflugvöllur er nokkuð góður en það þarf bara að halda áfram að byggja hann upp.“Ferðamennirnir eru ekki að hverfaMikil umræða hefur skapast á árinu um þann fjölda ferðamanna sem Ísland getur tekið á móti. Að mati Skúla gætum við hæglega aukið fjöldann um 50 prósent og tekið á móti þremur milljónum ferðamanna. „Ísland er gríðarlega stórt land og við erum bara að bjóða upp á brot af því sem við eigum í dag. Ég held að við þurfum að vinna meira og betur í því að búa til hágæða áfangastaði víðar um landið og ná þannig að dreifa umferðinni betur. Þetta er allt gerlegt, það gleymist í umræðunni að til dæmis Bláa lónið var ekki til fyrir 30 árum en núna er þetta langvinsælasti áfangastaður landsins. Aftur á móti er eðlilegt að þetta taki tíma, þú byggir ekki upp svona innviði á einni nóttu.“ „Það sem skortir í umræðuna í dag er tiltrú á að þetta geti varað, ekki þessi mikla árlega aukning heldur að ferðamannastraumurinn liggi milli 2 til 3 milljóna manna sem kæmu árlega til landsins og að við þorum og getum byggt upp innviði til að taka á móti þessum fjölda. Hættum að rífa okkur niður og spá því að ferðamenn fari niður í núll. Það er ekki að fara að gerast,“ segir Skúli. Til marks um þetta bendir hann á að það þurfi ekki að reiða sig á einn ferðamannamarkað. „Við sáum það þegar við fórum að bjóða upp á beint flug frá Kaliforníu, sem var áður óþekkt, þá jókst ferðamannastraumurinn frá Ameríku gríðarlega. Það er ljóst að ef breski markaðurinn gefur eitthvað eftir út af Brexit eða þá einhver annar markaður, þá gæti til dæmis Asíuflug, ef við bjóðum upp á það, vegið upp á móti. Ef við búum hér til alþjóðlegan tengiflugvöll þá býður það upp á svo margvíslega möguleika fyrir okkur, ef eitthvað eitt gefur eftir, getur annað tekið við,“ segir Skúli. Framtíðarsýn Skúla felur í sér að WOW air keppi við alþjóðleg flugfélög. „Við erum engan veginn að eltast við Icelandair en erum hins vegar að horfa til öflugustu flugfélaga úti í heimi. Fyrir mér er samkeppnin alþjóðlegu flugfélögin sem eru að fljúga yfir hafið. Eina leiðin fyrir okkur til að mæta slíkri samkeppni er að halda áfram að vaxa. Okkar háleitu markmið eru ekki að vaxa bara til að vaxa, ég tel að við þurfum að fara upp í 40 til 50 flugvélar til að vera samkeppnishæf við þessi stærri erlendu flugfélög,“ segir Skúli. Um væri að ræða mikinn vöxt en á næsta ári verður félagið með 17 vélar í rekstri.Skúli Mogensen segist hafa verið mjög heppinn að hafa fengið í lið með sér frábært starfsfólk, viðurkenningin sé í raun til þeirra allra.Mynd/WOWÍhugar starfsstöð utan ÍslandsSkúli íhugar að opna aðra starfsstöð utan Ísland. „Til að WOW air geti haldið áfram að vaxa þó að Keflavíkurflugvöllur standi í stað þá er ekkert launungarmál að við höfum unnið að því að opna aðra starfsstöð utan Íslands. Þar áformum við að hefja flug óháð Íslandi. Við munum að sjálfsögðu halda áfram á Íslandi, en þetta erum við að gera til að efla vörumerkið sem við höfum búið til og nýta þann flugflota og þá þekkingu og reynslu sem við erum komin með til að fara með lággjaldamódelið enn lengra. Okkar fyrirmyndir eru ekki bara öflugustu lággjaldaflugfélögin heldur einnig fyrirtæki á borð við H&M, Zöru, IKEA og Amazon. Þetta eru fyrirtæki sem hafa búið til öflug vörumerki, nýtt sér tæknina og verið samkvæm sjálfum sér. Þau búa til góðar vörur á hagstæðum kjörum sem gerir öllum kleift að versla við viðkomandi fyrirtæki. Það hefur líka verið mjög mikilvægur liður í uppbyggingu fyrirtækisins: okkar sýn um að gera öllum kleift að ferðast með það að leiðarljósi að hafa flugfargjöld á því verði að það eigi ekki að vera munaðarvara að ferðast.“ Fram undan hjá WOW air er flutningur höfuðstöðvanna í Kópavoginn, en fyrirtækið fékk úthlutaða lóð á Kársnesinu í byrjun ársins. „Við höfum átt mjög gott samstarf við Kópavogsbæ og ég vona svo sannarlega að við getum byggt glæsilegar höfuðstöðvar auk nýsköpunarumhverfis í kringum þær þar sem það hefur verið minn bakgrunnur. Við erum einnig með áform um að byggja hótel á þessum reit. Ef allt gengur samkvæmt áætlun þá ætti að vera hægt að hefjast handa um mitt næsta ár og ég myndi telja að raunhæft væri að við myndum opna árið 2019. Ég myndi þó gjarnan vilja gera það fyrr af því að við erum búin að sprengja utan af okkur allt húsnæði, og erum í húsnæði á þremur stöðum í dag,“ segir Skúli að lokum. Brexit Fréttir af flugi Fréttir ársins 2016 WOW Air Tengdar fréttir Hagnaður WOW air margfaldast Heildartekjur WOW á fyrstu 9 mánuðum ársins voru 27 milljarðar króna og jukust um 105 prósent á milli ára. 22. nóvember 2016 09:36 WOW air skarar fram úr á samfélagsmiðlum Flugfélagið WOW air vann til tveggja verðlauna fyrir framúrskarandi árangur á samfélagsmiðlum á verðlaunahátíðinni í London í vikunni. 9. september 2016 10:12 Salan á Nova valin viðskipti ársins 2016 Söluverð félagsins er samkvæmt heimildum rúmlega 16 milljarðar króna. Uppbygging Nova á níu árum nam um fjórum milljörðum króna. 28. desember 2016 09:45 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þetta er búið að vera ævintýri líkast. Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir þær móttökur sem við höfum fengið og hef verið mjög heppinn að fá í lið með okkur frábært starfsfólk sem á mikinn heiður skilinn fyrir frábærlega vel unnin störf. Þessi viðurkenning er í raun viðurkenning til okkar allra og ég er afar þakklátur,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri WOW air sem hefur verið valinn viðskiptamaður ársins, þegar honum tilkynnt um valið þar sem hann er staddur í jólafríi á skíðum í Frakklandi. Dómnefnd Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis valdi Skúla viðskiptamann ársins 2016 með nokkrum yfirburðum. Skúli hlaut næstflest atkvæði í vali síðasta árs. Gríðarleg uppbygging hefur verið hjá flugfélaginu WOW air frá því að jómfrúarflugið var farið í maí 2012. Á árinu hafa farþegar félagsins verið 1,6 milljónir, þoturnar eru orðnar 12 og áfangastaðirnir eru yfir 30 talsins beggja vegna Atlantshafsins. Til samanburðar voru farþegar síðasta árs 740 þúsund, áfangastaðirnir 19 og fimm vélar í flotanum. Þessi vöxtur hefur skilað sér í auknum hagnaði hjá félaginu. Á fyrstu níu mánuðum ársins hagnaðist félagið um 4,4 milljarða króna. Skúli segir að ljóst sé að árið í heild verði gott hjá félaginu. „Fjórði ársfjórðungur og veturinn er alltaf mun þyngri þar sem okkar vertíð eru þeir sex mánuðir á ári sem eru milli vors og hausts. Vissulega höfum við eins og aðrir orðið varir við gríðarlegar launahækkanir og styrking krónunnar hefur líka íþyngjandi áhrif á reksturinn. Hins vegar er alveg ljóst að heildarniðurstaðan verður mjög jákvæð,“ segir Skúli.Wow air hefur flogið frá Keflavíkurflugvelli frá árinu 2012.Áætlar 70% vöxt á næsta ári„Það er mjög ánægjulegt að sjá að okkur hafi tekist að byggja upp þetta félag á svona skömmum tíma í heild sinni og hafa náð þetta miklum árangri, bæði hvað varðar vöxt og jafnframt að skila þetta góðri afkomu byggðri á lággjaldamódelinu sem eflir okkur enn frekar í þeirri sannfæringu okkar að við séum á réttri braut og munum halda áfram að setja allan hagnað í enn frekari uppbyggingu á félaginu. Þetta sýnir að það var full þörf á, og tækifæri til, að búa til öfluga samkeppni í flugi til og frá Íslandi. Ég er mjög stoltur af því og af okkar fólki líka sem hefur lagt nótt við dag í að láta þennan draum verða að veruleika og búið til öfluga samkeppni á þessum markaði sem hefur lengi vel einkennst af fákeppni,“ segir Skúli. Hann bætir við að útlit sé fyrir 70 prósenta vöxt á næsta ári. „Við erum að bæta við nýjum áfangastöðum, New York, Miami og Pittsburgh, einnig erum við að fjölga ferðum til Los Angeles og San Francisco upp í daglegt flug ásamt því að fljúga tvisvar á dag allan ársins hring til London, Parísar og Amsterdam. Samhliða þessu fjölgum við enn frekar ferðum Evrópumegin, þannig að við förum upp í þrjár milljónir farþega á næsta ári.“ Að mati Skúla hafði Ameríkuflugið tvímælalaust mest áhrif á vöxt á liðnu ári. „Það má segja að með Ameríkufluginu höfum við fyrst náð að sannreyna viðskiptamódelið okkar til fulls en það er að bjóða upp á lággjaldaflug líka á lengri flugferðum. Til þessa hefur lággjaldamódelið aðallega verið þekkt innan Evrópu og/eða innan Ameríku en það má segja að við og Norwegian séum núna brautryðjendur með lággjaldamódelið yfir hafið. Fæstir hafa haft trú á þessu til þessa og það er í raun ekki fyrr en núna í ár sem svartsýnisraddirnar hér á landi fóru að þagna. Við fórum með mjög brattar áætlanir inn í þetta ár, bættum við bæði San Francisco og Los Angeles, jukum heildarfarþegafjöldann um rúmlega 120 prósent og tókum inn þrjár nýjar breiðþotur. Þetta voru 350 sæta flugvélar, sem eru stærstu þotur sem hafa flogið til og frá Íslandi í áætlunarflugi. Þetta var stór biti. Að hafa náð að klára það og klára það með glæsibrag er vissulega búið að vera mjög ánægjulegt.“Spáð er að Keflavíkurflugvöllur muni springa varðandi farþegafjölda árið 2019.VísirLítur til AsíuSkúli segir WOW air vera rétt að byrja og að jafnvel sé Asíuævintýri handan við hornið. „Það er ekkert launungarmál að við horfum til Asíu og annarra fjarlægra landa. Ég sé bæði tækifæri í flugi til og frá þessum löndum til Íslands, en jafnframt endurspeglar þetta fyrst og fremst þá sýn að Ísland geti orðið mjög stór alþjóðleg tengimiðstöð fyrir flug. Miðstöðin myndi þá tengja saman Asíu, Norður-Ameríku og Evrópu.“ Skúli bendir á að Helsinkiflugvöllur í Finnlandi sé mjög stór tengivöllur á milli Asíu og Evrópu og árlega fari um 16 milljónir farþega um völlinn. „Lega Íslands er einstök og erfitt að keppa við hana hvað þetta varðar. Ég tel okkur vera í lykilaðstöðu til þess að búa hérna til mjög öflugan flugvöll. Það er mjög mikilvægt að þessi sýn byggist ekki á að fjölga endalaust ferðamönnum til landsins heldur fjölgun á farþegum sem séu að fljúga yfir hafið.“ Skúli segir að þetta muni ekki gerast alveg á næstunni. „En við erum á fullu að undirbúa frekari stækkun og svo framarlega sem stjórnvöld og ekki síst ISAVIA sjá tækifærið í þessu þá tel ég raunhæft að Ísland gæti orðið einn af stóru tengiflugvöllunum í heiminum.“ Sú gríðarlega fjölgun sem orðið hefur á ferðamönnum sem fara um Keflavíkurflugvöll árlega hefur vart farið fram hjá neinum landsmanna og hefur flugvöllurinn sætt nokkurri gagnrýni vegna vaxtarverkja. Skúli segist sjálfur hafa bölvað því um tíma hve hæg stækkunin á flugvellinum verður á næstu árum en er nú með breytta sýn á hlutina. „Auðvitað hefur þessi gríðarlega aukning komið svolítið flatt upp á alla aðila, nema kannski okkur. Það liggur fyrir að það verði aukning í fjölda ferðamanna árið 2017 og einhver aukning árið 2018, en frá og með 2019 er flugvöllurinn sprunginn. Það þýðir að hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá mun hægja á vexti ferðaþjónustunnar. Það verður lítill sem enginn vöxtur frá 2019 til 2025. Það er kannski bara ágætt því að það gefur okkur þá tíma til að vinna í innviðunum, koma upp alvöru uppbyggingu í kringum landið. Við getum þá þróað fleiri spennandi áfangastaði innanlands, það er nóg til af þeim. Þó gullni hringurinn sé frábær ættum við kannski að hætta að beina fólki bara þangað, Ísland hefur upp á svo margt að bjóða,“ segir Skúli. „Ekki alls fyrir löngu taldi ég að það þyrfti að flýta uppbyggingunni á Keflavíkurflugvelli. En núna er ég kominn á þá skoðun að við höfum hollt og gott af því að staldra aðeins við og vinna betur í innviðauppbyggingu. Ég er ekki að lýsa neinu hruni; þó að núverandi ferðaþjónusta myndi staldra aðeins við og kæmist ró á vöxtinn þá er hún orðin svo stór hluti af tekjuöflun þjóðarinnar að jafnvel þó hún myndi ekki halda áfram að vaxa væri hún samt búin að hafa gríðarlega jákvæð áhrif og mun gera það áfram.“ Skúli telur umræðuna um flugvöll í Hvassahrauni vera á villigötum. „Það væri galið fyrir litla Ísland að búa til enn einn flugvöllinn sem er korter í burtu frá aðalalþjóðaflugvellinum. Það væri betra að verja því fé í uppbyggingu heilbrigðis- eða menntakerfisins. Keflavíkurflugvöllur er nokkuð góður en það þarf bara að halda áfram að byggja hann upp.“Ferðamennirnir eru ekki að hverfaMikil umræða hefur skapast á árinu um þann fjölda ferðamanna sem Ísland getur tekið á móti. Að mati Skúla gætum við hæglega aukið fjöldann um 50 prósent og tekið á móti þremur milljónum ferðamanna. „Ísland er gríðarlega stórt land og við erum bara að bjóða upp á brot af því sem við eigum í dag. Ég held að við þurfum að vinna meira og betur í því að búa til hágæða áfangastaði víðar um landið og ná þannig að dreifa umferðinni betur. Þetta er allt gerlegt, það gleymist í umræðunni að til dæmis Bláa lónið var ekki til fyrir 30 árum en núna er þetta langvinsælasti áfangastaður landsins. Aftur á móti er eðlilegt að þetta taki tíma, þú byggir ekki upp svona innviði á einni nóttu.“ „Það sem skortir í umræðuna í dag er tiltrú á að þetta geti varað, ekki þessi mikla árlega aukning heldur að ferðamannastraumurinn liggi milli 2 til 3 milljóna manna sem kæmu árlega til landsins og að við þorum og getum byggt upp innviði til að taka á móti þessum fjölda. Hættum að rífa okkur niður og spá því að ferðamenn fari niður í núll. Það er ekki að fara að gerast,“ segir Skúli. Til marks um þetta bendir hann á að það þurfi ekki að reiða sig á einn ferðamannamarkað. „Við sáum það þegar við fórum að bjóða upp á beint flug frá Kaliforníu, sem var áður óþekkt, þá jókst ferðamannastraumurinn frá Ameríku gríðarlega. Það er ljóst að ef breski markaðurinn gefur eitthvað eftir út af Brexit eða þá einhver annar markaður, þá gæti til dæmis Asíuflug, ef við bjóðum upp á það, vegið upp á móti. Ef við búum hér til alþjóðlegan tengiflugvöll þá býður það upp á svo margvíslega möguleika fyrir okkur, ef eitthvað eitt gefur eftir, getur annað tekið við,“ segir Skúli. Framtíðarsýn Skúla felur í sér að WOW air keppi við alþjóðleg flugfélög. „Við erum engan veginn að eltast við Icelandair en erum hins vegar að horfa til öflugustu flugfélaga úti í heimi. Fyrir mér er samkeppnin alþjóðlegu flugfélögin sem eru að fljúga yfir hafið. Eina leiðin fyrir okkur til að mæta slíkri samkeppni er að halda áfram að vaxa. Okkar háleitu markmið eru ekki að vaxa bara til að vaxa, ég tel að við þurfum að fara upp í 40 til 50 flugvélar til að vera samkeppnishæf við þessi stærri erlendu flugfélög,“ segir Skúli. Um væri að ræða mikinn vöxt en á næsta ári verður félagið með 17 vélar í rekstri.Skúli Mogensen segist hafa verið mjög heppinn að hafa fengið í lið með sér frábært starfsfólk, viðurkenningin sé í raun til þeirra allra.Mynd/WOWÍhugar starfsstöð utan ÍslandsSkúli íhugar að opna aðra starfsstöð utan Ísland. „Til að WOW air geti haldið áfram að vaxa þó að Keflavíkurflugvöllur standi í stað þá er ekkert launungarmál að við höfum unnið að því að opna aðra starfsstöð utan Íslands. Þar áformum við að hefja flug óháð Íslandi. Við munum að sjálfsögðu halda áfram á Íslandi, en þetta erum við að gera til að efla vörumerkið sem við höfum búið til og nýta þann flugflota og þá þekkingu og reynslu sem við erum komin með til að fara með lággjaldamódelið enn lengra. Okkar fyrirmyndir eru ekki bara öflugustu lággjaldaflugfélögin heldur einnig fyrirtæki á borð við H&M, Zöru, IKEA og Amazon. Þetta eru fyrirtæki sem hafa búið til öflug vörumerki, nýtt sér tæknina og verið samkvæm sjálfum sér. Þau búa til góðar vörur á hagstæðum kjörum sem gerir öllum kleift að versla við viðkomandi fyrirtæki. Það hefur líka verið mjög mikilvægur liður í uppbyggingu fyrirtækisins: okkar sýn um að gera öllum kleift að ferðast með það að leiðarljósi að hafa flugfargjöld á því verði að það eigi ekki að vera munaðarvara að ferðast.“ Fram undan hjá WOW air er flutningur höfuðstöðvanna í Kópavoginn, en fyrirtækið fékk úthlutaða lóð á Kársnesinu í byrjun ársins. „Við höfum átt mjög gott samstarf við Kópavogsbæ og ég vona svo sannarlega að við getum byggt glæsilegar höfuðstöðvar auk nýsköpunarumhverfis í kringum þær þar sem það hefur verið minn bakgrunnur. Við erum einnig með áform um að byggja hótel á þessum reit. Ef allt gengur samkvæmt áætlun þá ætti að vera hægt að hefjast handa um mitt næsta ár og ég myndi telja að raunhæft væri að við myndum opna árið 2019. Ég myndi þó gjarnan vilja gera það fyrr af því að við erum búin að sprengja utan af okkur allt húsnæði, og erum í húsnæði á þremur stöðum í dag,“ segir Skúli að lokum.
Brexit Fréttir af flugi Fréttir ársins 2016 WOW Air Tengdar fréttir Hagnaður WOW air margfaldast Heildartekjur WOW á fyrstu 9 mánuðum ársins voru 27 milljarðar króna og jukust um 105 prósent á milli ára. 22. nóvember 2016 09:36 WOW air skarar fram úr á samfélagsmiðlum Flugfélagið WOW air vann til tveggja verðlauna fyrir framúrskarandi árangur á samfélagsmiðlum á verðlaunahátíðinni í London í vikunni. 9. september 2016 10:12 Salan á Nova valin viðskipti ársins 2016 Söluverð félagsins er samkvæmt heimildum rúmlega 16 milljarðar króna. Uppbygging Nova á níu árum nam um fjórum milljörðum króna. 28. desember 2016 09:45 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hagnaður WOW air margfaldast Heildartekjur WOW á fyrstu 9 mánuðum ársins voru 27 milljarðar króna og jukust um 105 prósent á milli ára. 22. nóvember 2016 09:36
WOW air skarar fram úr á samfélagsmiðlum Flugfélagið WOW air vann til tveggja verðlauna fyrir framúrskarandi árangur á samfélagsmiðlum á verðlaunahátíðinni í London í vikunni. 9. september 2016 10:12
Salan á Nova valin viðskipti ársins 2016 Söluverð félagsins er samkvæmt heimildum rúmlega 16 milljarðar króna. Uppbygging Nova á níu árum nam um fjórum milljörðum króna. 28. desember 2016 09:45