Vilja koma með Uber til Íslands í framtíðinni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. desember 2016 06:00 Þjónusta Uber er meðal annars í boði í Kína. vísir/afp „Við höfum ekki enn hafið formlegt ferli til að koma upp starfsemi í Reykjavíkurborg en einn daginn viljum við halda þar úti starfsemi.“ Þetta segir í skriflegu svari frá Harry Porter í samskiptadeild Uber við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ekkert útlit væri fyrir að leigubílaþjónusta Uber kæmi til höfuðborgarinnar þar sem svör Samgöngustofu og innanríkisráðuneytisins voru þau að engin samskipti hefðu átt sér stað milli aðila varðandi hugsanlega starfsemi. Greint var frá því árið 2014 að nægar undirskriftir hefðu safnast til þess að Uber hæfi vinnu við komu til borgarinnar.Í svari frá Uber segir enn fremur að fyrirtækinu yrði „sönn ánægja að halda úti þjónustu í Reykjavík“. Til þess að gera það þyrfti fyrirtækið hins vegar að fá leyfi frá yfirvöldum auk þess sem koma þyrfti upp skrifstofu í landinu með rétta fólkinu við stjórnvölinn. Hins vegar verður að teljast ólíklegt að slíkt leyfi fáist ef mið er tekið af löggjöf um leigubílaleyfi en í svari Samgöngustofu við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að starfsemi Uber falli ekki undir lög og reglur sem gilda um leigubílastarfsemi. Á meðal þess helsta sem þyrfti að gera til þess að slík starfsemi gæti verið hér á landi væri að gefa leigubílastarfsemi frjálsa. Nú eru leigubílaleyfi hins vegar takmörkuð. Meint brot á reglum hafa hins vegar ekki stöðvað starfsemi Uber í útlendum borgum og hefur fjöldi mála verið höfðaður gegn fyrirtækinu. Meðal annars í Kaliforníuríki Bandaríkjanna til þess að skera úr um hvort bílstjórar Uber teljist sjálfstæðir verktakar eða starfsmenn fyrirtækisins. Þá standa nú yfir deilur á milli Uber og bifreiðaeftirlits sama ríkis en eftirlitið telur prófanir Uber á sjálfkeyrandi bílum ekki standast reglur þar sem Uber hefur ekki tilskilin leyfi til slíkra prófana. Í svari Uber við fyrirspurn Fréttablaðsins segir enn fremur: „Við vonumst til þess að vera með ykkur eins fljótt og auðið er. En við erum hins vegar ekki komin með neina dagsetningu á slíka komu enn sem komið er.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ekkert útlit fyrir Uber á Íslandi 541 leigubílaleyfi er virkt í ár en þau voru 537 árið 2008. Leyfum hefur því ekki fjölgað þrátt fyrir aukinn ferðamannastraum. Gefa þyrfti starfsemina frjálsa ef leyfum ætti að fjölga. Það myndi opna á komu Uber. 27. desember 2016 07:00 Uber tapaði 250 milljörðum Á þriðja ársfjórðungi tapaði Uber yfir 800 milljónum dollara, 21. desember 2016 11:00 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
„Við höfum ekki enn hafið formlegt ferli til að koma upp starfsemi í Reykjavíkurborg en einn daginn viljum við halda þar úti starfsemi.“ Þetta segir í skriflegu svari frá Harry Porter í samskiptadeild Uber við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ekkert útlit væri fyrir að leigubílaþjónusta Uber kæmi til höfuðborgarinnar þar sem svör Samgöngustofu og innanríkisráðuneytisins voru þau að engin samskipti hefðu átt sér stað milli aðila varðandi hugsanlega starfsemi. Greint var frá því árið 2014 að nægar undirskriftir hefðu safnast til þess að Uber hæfi vinnu við komu til borgarinnar.Í svari frá Uber segir enn fremur að fyrirtækinu yrði „sönn ánægja að halda úti þjónustu í Reykjavík“. Til þess að gera það þyrfti fyrirtækið hins vegar að fá leyfi frá yfirvöldum auk þess sem koma þyrfti upp skrifstofu í landinu með rétta fólkinu við stjórnvölinn. Hins vegar verður að teljast ólíklegt að slíkt leyfi fáist ef mið er tekið af löggjöf um leigubílaleyfi en í svari Samgöngustofu við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að starfsemi Uber falli ekki undir lög og reglur sem gilda um leigubílastarfsemi. Á meðal þess helsta sem þyrfti að gera til þess að slík starfsemi gæti verið hér á landi væri að gefa leigubílastarfsemi frjálsa. Nú eru leigubílaleyfi hins vegar takmörkuð. Meint brot á reglum hafa hins vegar ekki stöðvað starfsemi Uber í útlendum borgum og hefur fjöldi mála verið höfðaður gegn fyrirtækinu. Meðal annars í Kaliforníuríki Bandaríkjanna til þess að skera úr um hvort bílstjórar Uber teljist sjálfstæðir verktakar eða starfsmenn fyrirtækisins. Þá standa nú yfir deilur á milli Uber og bifreiðaeftirlits sama ríkis en eftirlitið telur prófanir Uber á sjálfkeyrandi bílum ekki standast reglur þar sem Uber hefur ekki tilskilin leyfi til slíkra prófana. Í svari Uber við fyrirspurn Fréttablaðsins segir enn fremur: „Við vonumst til þess að vera með ykkur eins fljótt og auðið er. En við erum hins vegar ekki komin með neina dagsetningu á slíka komu enn sem komið er.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ekkert útlit fyrir Uber á Íslandi 541 leigubílaleyfi er virkt í ár en þau voru 537 árið 2008. Leyfum hefur því ekki fjölgað þrátt fyrir aukinn ferðamannastraum. Gefa þyrfti starfsemina frjálsa ef leyfum ætti að fjölga. Það myndi opna á komu Uber. 27. desember 2016 07:00 Uber tapaði 250 milljörðum Á þriðja ársfjórðungi tapaði Uber yfir 800 milljónum dollara, 21. desember 2016 11:00 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Ekkert útlit fyrir Uber á Íslandi 541 leigubílaleyfi er virkt í ár en þau voru 537 árið 2008. Leyfum hefur því ekki fjölgað þrátt fyrir aukinn ferðamannastraum. Gefa þyrfti starfsemina frjálsa ef leyfum ætti að fjölga. Það myndi opna á komu Uber. 27. desember 2016 07:00
Uber tapaði 250 milljörðum Á þriðja ársfjórðungi tapaði Uber yfir 800 milljónum dollara, 21. desember 2016 11:00
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf