Erlent

Stjörnufræðingurinn Vera Rubin er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Vera Rubin varð 88 ára gömul.
Vera Rubin varð 88 ára gömul. Vísir/EPA
Bandaríski stjörnufræðingurinn Vera Rubin er látin, 88 ára að aldri. Rubin var þekkt fyrir rannsóknir sínar á stjörnuþokum og fyrir framlag sitt til uppgötvunar á hulduefni (e. dark matter).

Áhugi Rubin á stjörnufræði kviknaði þegar hún var um tíu ára gömul. Hún stundaði nám við Vassar college, en á fimmta áratug síðustu aldar hafði hún hug á að stunda frekara nám við Princeton en var hafnað þar sem kvenkyns stjörnufræðinemum var ekki heimilt að stunda þar nám fyrr en árið 1975.

Þess í stað hóf hún nám við Cornell-háskóla þar sem hún færði rök fyrir því að stjörnuþokur snerust um ósýnilegar miðjur.

Rannsóknir Rubin um snúning stjörnuþoka hefur haft mikil áhrif á rannsóknir á hulduefni, sem í stuttu máli eru efni sem okkur er hulið sjónum. Talið er að um 85 prósent alls efnis í alheimi sé hulduefni.

Rubin var margverðlaunuð, en í frétt SVT um Rubin segir að hún hafi á starfsferli sínum fundið um tvö hundruð stjörnuþokur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×