Enski boltinn

Swansea verður að losa sig við Bradley

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bradley hefur ekki alveg fundið taktinn í enska boltanum.
Bradley hefur ekki alveg fundið taktinn í enska boltanum. vísir/getty
Það verður seint sagt að það sé rífandi hamingja með störf Bandaríkjamannsins Bob Bradley sem er stjóri Swansea City.

Bradley tók við liði Swansea í október en það hefur hvorki gengið né rekið undir hans stjórn. Stuðningsmenn hafa tapað þolinmæðinni og fóru fram á að hann yrði rekinn í gær er liðið tapaði gegn West Ham.

Swansea hefur tapað sjö af ellefu leikjum sínum undir stjórn Bradley og situr í fallsæti.

Ian Walsh, fyrrum framherji Swansea, segir að félagið geti ekki annað en rekið stjórann.

„Það er eins og hann ráði einfaldlega ekki við starfið. Hann virðist engan veginn átta sig á því sem þarf að gera. Auðvitað þurfa leikmenn líka að axla ábyrgð en þetta endar alltaf hjá stjóranum. Honum hefur mistekist,“ sagði Walsh.

„Ef ekki verður gripið í taumana blasir ekkert við nema fall. Bandarísku eigendurnir gáfu landa sínum tækifæri en þessi tilraun gekk ekki upp. Þeir verða að sætta sig við það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×