Skipað hefur verið í eftirlitsnefnd með störfum lögreglunnar Þorgeir Helgason skrifar 27. desember 2016 07:00 Lögreglan við störf í miðborg Reykjavíkur. vísir/daníel Skipað hefur verið í eftirlitsnefnd með störfum lögreglu í samræmi við breytingar á lögreglulögum sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor. Eftirlitsnefndinni, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd, er meðal annars ætlað að taka við erindum frá borgurum og greina hvort um sé að ræða kæru um refsiverða háttsemi eða kvörtun er lúti að starfsaðferðum lögreglu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innanríkisráðherra. Aðdragandi málsins er sá að innanríkisráðherra skipaði nefnd í byrjun árs 2015 sem fjallaði um meðferð kvartana og kærumála á hendur lögreglu. Var nefndin skipuð í kjölfar ábendinga frá umboðsmanni Alþingis og ríkissaksóknara um að úrbóta væri þörf. Engin bein fyrirmæli um innra eftirlit með starfsháttum lögreglunnar var að finna í lögreglulögum og ekkert slíkt innra eftirlit var starfrækt með formlegum hætti. Á tímabilinu 2005 til 2014 var fjöldi kæra á hendur lögreglu á bilinu 17 til 36 á ári og leiddi lítill hluti málanna til ákæru, eða á bilinu ekkert til þrjú ákærumál á ári. Flestar kærurnar vörðuðu handtökur og aðrar þvingunarráðstafanir lögreglu. „Hvað varðar fjölda kvartana vegna starfa lögreglu á tímabilinu þá gáfu þær upplýsingar sem bárust frá lögreglustjórum tilefni til þess að ætla að nokkuð skorti á að haldið hafi verið utan um mál vegna kvartana með viðeigandi hætti,“ segir í greinargerð frumvarpsins að breytingum á lögreglulögum. Nefnd innanríkisráðherra gerði tillögur að breyttu verklagi og lagabreytingum sem Alþingi samþykkti með breytingum á lögreglulögum síðastliðið vor. Formaður eftirlitsnefndarinnar er Trausti Fannar Valsson, dósent við Háskóla Íslands, sem skipaður er án tilnefningar, og aðrir nefndarmenn eru Þorbjörg Inga Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður, tilnefnd af Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður, tilnefnd af Lögmannafélagi Íslands. Eftirlitsnefndin er skipuð til fjögurra ára. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Skipað hefur verið í eftirlitsnefnd með störfum lögreglu í samræmi við breytingar á lögreglulögum sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor. Eftirlitsnefndinni, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd, er meðal annars ætlað að taka við erindum frá borgurum og greina hvort um sé að ræða kæru um refsiverða háttsemi eða kvörtun er lúti að starfsaðferðum lögreglu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innanríkisráðherra. Aðdragandi málsins er sá að innanríkisráðherra skipaði nefnd í byrjun árs 2015 sem fjallaði um meðferð kvartana og kærumála á hendur lögreglu. Var nefndin skipuð í kjölfar ábendinga frá umboðsmanni Alþingis og ríkissaksóknara um að úrbóta væri þörf. Engin bein fyrirmæli um innra eftirlit með starfsháttum lögreglunnar var að finna í lögreglulögum og ekkert slíkt innra eftirlit var starfrækt með formlegum hætti. Á tímabilinu 2005 til 2014 var fjöldi kæra á hendur lögreglu á bilinu 17 til 36 á ári og leiddi lítill hluti málanna til ákæru, eða á bilinu ekkert til þrjú ákærumál á ári. Flestar kærurnar vörðuðu handtökur og aðrar þvingunarráðstafanir lögreglu. „Hvað varðar fjölda kvartana vegna starfa lögreglu á tímabilinu þá gáfu þær upplýsingar sem bárust frá lögreglustjórum tilefni til þess að ætla að nokkuð skorti á að haldið hafi verið utan um mál vegna kvartana með viðeigandi hætti,“ segir í greinargerð frumvarpsins að breytingum á lögreglulögum. Nefnd innanríkisráðherra gerði tillögur að breyttu verklagi og lagabreytingum sem Alþingi samþykkti með breytingum á lögreglulögum síðastliðið vor. Formaður eftirlitsnefndarinnar er Trausti Fannar Valsson, dósent við Háskóla Íslands, sem skipaður er án tilnefningar, og aðrir nefndarmenn eru Þorbjörg Inga Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður, tilnefnd af Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður, tilnefnd af Lögmannafélagi Íslands. Eftirlitsnefndin er skipuð til fjögurra ára. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira