Enski boltinn

Ragnar skoraði í sigri Fulham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar í leik með Fulham.
Ragnar í leik með Fulham. vísir/getty
Ragnar Sigurðsson var á skotskónum fyrir Fulham í dag, en hann skoraði annað mark Fulham í 2-0 sigri á Ipswich Town á útivelli í ensku B-deildinni.

Þetta var fyrsta mark Ragnars fyrir Fulham, en hann hefur ekki verið þekktur fyrir markaskorun undanfarin ár. Hann byrjaði á bekknum, en kom inná sem varamaður á 65. mínútu.

Fulham er í sjöunda sæti deildarinnar með 36 stig, en þeir eru stigi á eftir Sheffield Wednesday sem eru í síðasta umspilssætinu, því sjötta.  

Jón Daði Böðvarsson hafði betur gegn Herði Björgvini Magnússyni í Íslendingaslag í sömu deild í dag.

Hörður Björgvin Magnússon stóð vaktina allan leikinn í vörn Bristol, en Jón Daði koma inná sem varamaður á 78. mínútu.

David Edwards kom Wolves yfir, en Tammy Abraham og Aden Flint komu Bristol yfir fyrir hlé. Helder Costa jafnaði metin á 57. mínútu og allt stefndi í jafntefli.

Úlfarnir fengu hins vegar vítaspyrnu á 84. mínútu og á punktinn steig Ivan Cavaleiro og tryggði Wolves mikilvægan sigur.

Wolves er í fimmtánda sæti deildarinnar með 28 stig, en Bristol færist neðar og neðar í töflunni. Þeir sitja nú í sautjánda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×