Enski boltinn

Leicester mótmælti banni Vardy með grímum af honum sjálfum | Myndir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Myndir af sætunum á leikvanginum fyrir leikinn í dag.
Myndir af sætunum á leikvanginum fyrir leikinn í dag. vísir/getty
Einn af bestu leikmönnum síðasta tímabils, Jamie Vardy, var á dögunum dæmdur í þriggja leikja bann eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Stoke. Eigendur Leicester voru allt annað en sáttir.

Vardy var rekinn af velli í 2-2 jafntefli gegn Stoke fyrir tæklingu á Mame Biram Diouf, en í endursýningu kom í ljós að brotið verðskuldaði ekki rautt spjald.

Vichai Srivaddhanaprabha, tælenski formaður Leicester, sagði að bannið væri óréttlát og þrátt fyrir að Leicester hafi reynt að mótmæla banninu stóð enska sambandið við sinn dóm.

Eigendur Leicester ákváðu því að mótmæla dómnum með því að útbúa grímu af Vardy og láta í hvert einasta sæti á King Power-leikvanginum þegar Leicester tapaði fyrir Everton í dag.

Myndir af þessu má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Tveir af þeim markahæstu í banni á annan í jólum

Íslensku landsliðsmennirnir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða væntanlega báðir með sínum liðum á öðrum degi jóla en sumir leikmenn deildarinnar ættu að geta notið jólanna aðeins betur en þeir sem spila 26. desember.

Jamie Vardy í löngu jólafrí í ár

Enski framherjinn Jamie Vardy endar hið eftirminnilega ár 2016 upp í stúku en aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur ákveðið að rauða spjaldið hans frá helginni standi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×