Enski boltinn

Grátlegt jafntefli hjá Cardiff

Aron Einar í leik með Cardiff á dögunum.
Aron Einar í leik með Cardiff á dögunum. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir Cardiff sem gerði grátlegt jafntefli við Brentford, 2-2, í ensku B-deildinni í dag.

Peter Whittingham kom Cardiff yfir af vítapunktinum á 24. mínútu og þannig stóðu leikar allt þangað til á 83. mínútu þegar Sullay Kaikai jafnaði fyrir Brentford.

Kenneth Zohore kom Cardiff hins vegar yfir á 89. mínútu og allt leit út fyrir mikilvæg þrjú stig, en allt kom fyrir ekki. Sullay Kaikai jafnaði aftur metin í uppbótartíma og lokatölur 2-2.

Aron spilaði allan leikinn fyrir Cardiff sem tapaði einnig grátlega fyrir Barnsley á dögunum. Cardiff er í 19. sæti deildarinnar með 24 stig, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti. Brentford er í 14. sæti með 29 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×