Enski boltinn

Blaðamaður Bristol Post velur Hörð Björgvin bestan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörður Björgvin þakkar fyrir sig.
Hörður Björgvin þakkar fyrir sig. vísir/getty
Blaðamaðurinn Andy Stockhausen, á Bristol Post, hefur valið Hörð Björgvin Magnússon besta leikmann Bristol í ensku B-deildinni fyrri hluta tímabilsins.

Bristol mætir Wolves í síðasta leik fyrri hlutans í dag, en á vef Bristol Post ræðir Stockhausen um fyrri hluta tímabilsins og hverjir hafa skarað fram úr hjá Bristol í deildinni það sem af er.

„En Magnússon stendur upp úr fyrir mér, bara vegna þess hversu vel hann hefur aðlagast síðan hann kom til Bristol," sagði Stockhausen í grein sinni á Bristol Post.

„Varnarmaðurinn hefur ekki bara aðlagast nýju landi og öðruvísi menningu, heldur einnig öðruvísi fótbolta sem er milljón mílum frá því sem hann vandist á Ítalíu."

Hörður Björgvin, sem kom frá Juventus í sumar, hefur spilað flest alla leikina fyrir sem er í sextánda sæti deildarinnar, en getur með hagstæðum úrslitum í dag hoppað upp um um miðja deild.

„Það hafa auðvitað verið sveifur á hans leik, en hann hefur verið nokkuð stöðugur og sýnt að hann getur höndlað nánast öllu í Championship sem hefur verið hent í unga varnarmanninn."

„Hann er nokkuð snöggur, er áhyggjulaus á boltanum og getur byrjað sóknir með góðum sendingum út úr vörninni. Hann hefur lagt hart að sér að bæta leik sinn í loftinu og hans vörumerki, löngu innköstin, hafa verið nýtt á góðan hátt," sagði Stockhausen og bætti við að lokum:

„Það er enn möguleiki fyrir bætingar í ákvarðanartöku og hann gæti hitt markið oftar í aukaspyrnum, en þegar þú tekur allt saman þá lítur hann út fyrir að vera mjög góð kaup."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×