Enski boltinn

Red Bull ekki að kaupa West Ham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nýr leikvangur West Ham.
Nýr leikvangur West Ham. vísir/getty
West Ham hefur hafnað þeim sögusögnum um að liðið sé að undirbúa sölu á félöginu til orkudrykkjarisans Red Bull.

Heimildarmenn The Sun sögðu frá því í morgun að austurríski risinn væri að undirbúa 200 milljónir punda yfirtöku á West Ham.

Þrátt fyrir frétt The Sun, segir Sky Sports frá því að heimildir þeirra herma að West Ham hafi ekki fengið neitt tilboð frá utanaðkomandi aðilum og þeir David Gold og David Sullivan eru ekki að leitast eftir því að selja félagið.

Gold og Sullivan tóku yfir West Ham í janúar 2010, ef Eggerti Magnússyni og félögum, en síðan þá hefur West Ham fært sig frá Boylen Ground yfir á nýjan leikvang, Ólympíuleikvanginn í London.

Red Bull hafa einnig verið orðaðir við fleiri félög, til að mynda Leeds, Brentford, Charlton og Swindon, en ekki hefur þeim tekist að taka yfir enskt félag ennþá.

Í dag á orkudrykkjarisinn Red Bull Leipzig sem hefur verið að gera frábæra hluti í Þýskalandi og eru í toppbaráttunni þegar deildin er farinn í jólafrí.

Einnig eiga þeir RB Leipzig, New York Red Bulls, Red Bull BRasil og tvo formúlu 1 lið; Red Bull Racing og Scuderia Toro Rosso.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×