Enski boltinn

Guardiola ekki á höttunum eftir miðverði

Dýrlingurinn Van Dijk er ekki á förum er virðist vera í janúar.
Dýrlingurinn Van Dijk er ekki á förum er virðist vera í janúar. Vísir/getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að félagið muni ekki leggja fram tilboð í hollenska miðvörðinn Virgil van Dijk í janúarglugganum

Breskir fjölmiðlar hafa verið duglegir að orða van Djik við stærstu lið Englands en talað var um að Manchester City myndi bjóða 50. milljónir punda í Dijk.

Hollendingurinn er á öðru tímabili sínu með Southampton en það vakti athygli þegar hann var myndaður í treyju Manchester City um helgina. Fékk hann treyjuna gefins í jólapakkaleik félagsins.

„Van Dijk í herbúðum Manchester City í næsta mánuði? Það eru engar líkur á því, það er úr myndinni. Við sjáum hann næst í apríl þegar við mætum Southampton. Við höfum ekki áhuga á honum að svo stöddu,“ sagði Guardiola sem útilokaði ekki að bæta við leikmanni í janúar.

„Það er aldrei að vita. Við gætum bætt við bakverði til að bæta breiddina en annars erum við nokkuð sáttir með leikmannahópinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×