Erlent

Flóðbylgjuviðvörun gefin út eftir stóran skjálfta

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Skjálfti af stærðinni 7,7 varð í Chile.
Skjálfti af stærðinni 7,7 varð í Chile. vísir/epa
Yfirvöld í Chile hafa gefið út flóðbylgjuviðvörun eftir að skjálfti af stærðinni 7,7 varð úti fyrir ströndum landsins í dag. Ekki hafa borist fregnir af manntjóni eða skemmdum.

Skjálftinn átti upptök sín um 225 kílómetrum suðvestur af borginni Puerto Montt í suðurhluta Chile á um 15 kílómetra dýpi. Almannavarnir landsins lýstu í kjölfarið yfir neyðarástandi og fyrirskipuðu rýmingu í strandbæjum.

Íbúar sem breska ríkisútvarpið ræddi við segjast aldrei hafa upplifað neitt í líkingu við skjálftann í dag.

Að neðan má sjá myndbönd frá því þegar skjálftinn reið af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×