Enski boltinn

Klopp: Lukkan í liði með Chelsea þegar kemur að meiðslum

Lærisveinar Klopp eltast við Chelsea þessa dagana.
Lærisveinar Klopp eltast við Chelsea þessa dagana. vísir/getty
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að Chelsea hafi haft heppnina með sér þegar kemur að meiðslum á þessu tímabili.

Liverpool situr í öðru sæti um jólin, sex stigum á eftir Chelsea en lærisveinar Antonio Conte hafa unnið ellefu leiki í röð.

„Það er ekkert leikkerfi fullkomið en ef þeir spila svona áfram verða þeir verðskuldaðir meistarar. Ég er hinsvegar viss um að ekkert lið hafi verið jafn heppið með meiðslasögu,“ sagði Klopp.

„Við misstum Coutinho, Sturridge og Ings á slæmum tíma þegar við þurftum á þeim að halda, hvað hefði gerst ef Hazard eða Costa hefðu misst af leikjum vegna meiðsla?,“ sagði Klopp sem sagði að það yrði erfitt að ná Chelsea.

„Það er nóg eftir af tímabilinu en þeir eru liðið sem þarf að stöðva. Það verður hinsvegar erfitt því Chelsea er með reynslumesta lið deildarinnar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×