Erlent

Rússnesk herflugvél fórst með 92 innanborðs

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Alls voru 92 um borð í vélinni.
Alls voru 92 um borð í vélinni. vísir/epa
Allir 92 farþegar rússneskrar herþotu, sem hrapaði í Svartahaf í nótt, eru taldir af. Meirihluti farþeganna, eða alls 64 þeirra, voru meðlimir í Alexandrov-herkórnum og voru á leið til Sýrlands til að skemmta.

Vélin hvarf af ratsjá einungis nokkrum mínútum eftir flugtak í Sotsjí. Brak vélarinnar fannst svo skömmu síðar og eitt lík, en ekki er talið að neinn hafi komist lífs af.

Ekki er vitað hvers vegna vélin fórst en Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur sjálfur fyrirskipað að rannsókn á slysinu hefjist þegar í stað og hefur sent ástvinum hinna látnu samúðarkveðjur.

Auk sönghópsins voru hermenn, blaðamenn og áhafnarmeðlimir um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×