Stærsta jólaveisla Hjálpræðishersins hingað til Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. desember 2016 13:00 Gert er ráð fyrir að yfir þrjú hundruð manns komi á árlegan jólafögnuð Hjálpræðishersins í Ráðhúsi Reykjavíkur sídegis í dag, en það verður stærsta jólaveisla sem Hjálpræðisherinn hefur haldið hingað til. Jólaveislan fer fram í tjarnarsal Ráðhússins annað árið í röð. Hátíðarhöldin hefjast klukkan fjögur með jólatrésskemmtun og klukkan sex er boðið upp á jólamat. Að lokum verða allir leystir út með gjöfum. „Þetta eru hælisleitendur, heimilislausir, einmana fólk og ferðamenn. Bara allur skalinn. Mér finnst þetta yndislegt. Það er mikið af fólki allstaðar frá. Fólk er fólk, það skiptir ekki máli hvaðan það er,“ segir Sigurður Ingimarsson flokksleiðtogi í Hjálpræðishernum. Von á metfjölda barna Upphaflega var búist við um tvö hundruð manns í matinn en í gær bættist óvænt við sjötíu manna hópur, þar af þrjátíu börn. Metfjöldi barna sækir jólaveislu Hjálpræðishersins í ár, þau yngstu aðeins nokkurra mánaða gömul. „Það bættist við alveg hellingur af fólki. Það verður hellingur af fólki, alveg þrjú hundruð manns, alveg pottþétt. Plús kannski einhverjir ferðamenn sem komast ekki á veitingastaði og slíkt. Við erum að búast við öllu,“ segir Sigurður. Ásamt gestum verður stór hópur sjálfboðaliða á staðnum. Sigurður segir það alltaf koma sér á óvart hve margir vilji hjálpa. „Ég er bara hissa í hvert skipti, hvert ár, það bætist alltaf í. Núna eru komnir yfir sjötíu sjálfboðaliðar. Ég er bara eins og lítið barn núna, að upplifa jólin svona. Þetta eru jólin fyrir mér.“ Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Gert er ráð fyrir að yfir þrjú hundruð manns komi á árlegan jólafögnuð Hjálpræðishersins í Ráðhúsi Reykjavíkur sídegis í dag, en það verður stærsta jólaveisla sem Hjálpræðisherinn hefur haldið hingað til. Jólaveislan fer fram í tjarnarsal Ráðhússins annað árið í röð. Hátíðarhöldin hefjast klukkan fjögur með jólatrésskemmtun og klukkan sex er boðið upp á jólamat. Að lokum verða allir leystir út með gjöfum. „Þetta eru hælisleitendur, heimilislausir, einmana fólk og ferðamenn. Bara allur skalinn. Mér finnst þetta yndislegt. Það er mikið af fólki allstaðar frá. Fólk er fólk, það skiptir ekki máli hvaðan það er,“ segir Sigurður Ingimarsson flokksleiðtogi í Hjálpræðishernum. Von á metfjölda barna Upphaflega var búist við um tvö hundruð manns í matinn en í gær bættist óvænt við sjötíu manna hópur, þar af þrjátíu börn. Metfjöldi barna sækir jólaveislu Hjálpræðishersins í ár, þau yngstu aðeins nokkurra mánaða gömul. „Það bættist við alveg hellingur af fólki. Það verður hellingur af fólki, alveg þrjú hundruð manns, alveg pottþétt. Plús kannski einhverjir ferðamenn sem komast ekki á veitingastaði og slíkt. Við erum að búast við öllu,“ segir Sigurður. Ásamt gestum verður stór hópur sjálfboðaliða á staðnum. Sigurður segir það alltaf koma sér á óvart hve margir vilji hjálpa. „Ég er bara hissa í hvert skipti, hvert ár, það bætist alltaf í. Núna eru komnir yfir sjötíu sjálfboðaliðar. Ég er bara eins og lítið barn núna, að upplifa jólin svona. Þetta eru jólin fyrir mér.“
Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira