Enski boltinn

Stuðningsmenn Crystal Palace fá Stóra Sam í jólagjöf

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Enska úrvalsdeildarliðið Crystal Palace staðfesti nú rétt í þessu ráðninguna á Sam Allardyce sem næsta knattspyrnustjóra félagsins.

Allardyce skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Palace. Hann tekur við stjórastarfinu af Alan Pardew sem var rekinn í gær.

Stóri Sam stýrir Palace í fyrsta sinn þegar liðið sækir Watford heim á öðrum degi jóla.

Palace er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 15 stig og er aðeins stigi frá fallsæti. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu 11 leikjum sínum.

Árið 2016 hefur sannarlega verið viðburðarríkt hjá Allardyce. Hann stýrði björgunarafreki Sunderland í vor og var svo ráðinn þjálfari enska landsliðsins eftir EM í Frakklandi.

Stóri Sam entist þó ekki lengi í draumastarfinu en hann hætti í september í kjölfar uppljóstrana the Telegraph. Allardyce stýrði Englandi aðeins í einum leik, 0-1 útisigri á Slóvakíu í undankeppni HM 2018.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×