Enski boltinn

Southampton setur 60 milljóna punda verðmiða á Van Dijk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Virgil van Dijk, miðvörður Southampton, er mjög eftirsóttur en þessi öflugi Hollendingur hefur verið orðaður við lið á borð við Manchester City að undanförnu.

Forráðamenn Southampton gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda van Dijk og hafa sett 60 milljóna punda verðmiða á hann.

Southampton hefur selt sína bestu leikmenn fyrir háar fjárhæðir á undanförnum árum og stendur vel að vígi fjárhagslega. Félagið þarf því ekki til að selja van Dijk, allavega ekki núna í janúar.

Van Dijk kom til Southampton frá Celtic fyrir síðasta tímabil. Hann skrifaði undir nýjan sex ára samning við Dýrlingana í maí. Van Dijk er launahæsti leikmaður liðsins en hann fær 70.000 pund í vikulaun.

Líklegra þykir að portúgalski miðvörðurinn José Fonte, fyrirliði Southampton, verði seldur í janúar en samningsviðræður hans og félagsins hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Fonte hefur m.a. verið orðaður við Manchester United og Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×