Þórir: Þegar við vinnum er ég kóngur en ef ég tapa er ég hálfviti Tómas Þór Þórðarson. skrifar 23. desember 2016 19:00 Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs í handbolta kvenna, var ekki kominn í jólafrí fyrr en seint í desember eins og alltaf. Aðventunni eyðir hann í að vinna stórmót í handbolta með norska kvennalandsliðinu. Hann gerði norska liðið að Evrópumeisturum í þriðja sinn sem aðalþjálfari þess 18. desember eftir dramatískan sigur á Hollandi. Þetta var hans sjötta gull á stórmóti sem aðalþjálfari en í heildina eru þau tíu ef meðtalinu eru gullin sem hann vann sem aðstoðarþjálfari liðsins. Stendur þessi sigur upp úr hjá Þóri? „Þegar maður lítur til baka og skoðar þetta aftur þá lifir hvert mót sínu eigin lífi, þetta er allt svolítið mismunandi. Það eru mismunandi árskorarnir í hvert skipti þannig það er erfitt að raða þessu niður. Ég er þannig að ég lifi í núinu og þá er sá nýjasti sá besti,“ segir Þórir í viðtali við íþróttadeild 365 en fyrsti búturinn úr því var sýndur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Noregur er búinn að vera á eða við toppinn í norskum kvennahandbolta í áratugi. Liðið er vinsælt og fólk kætist yfir góðum árangri en Norðmenn eru orðnir aðeins of góðu vanir að sögn Þóris.Gefur manni orku „Þegar þú vinnur þá er allt gott og allt frábært. Þjálfarinn er kóngur og leikmennirnir drottningar. En ef við töpum eru allir hálvitar og vitleysingar og hafa ekki hundsvit á þessu og eru að gera tóma vitleysu,“ segir hann. „Þetta er svolítið af því sem dregur í mann. Að vinna hvetur mann áfram og eykur hvötina. Þetta gefur manni orku. Á hinn boginn ef maður tapar er sá sársauki og sú erfiða vinna að koma aftur eitthvað sem hvetur mann líka áfram. Þetta er blanda og hengur allt saman.“ „Norðmenn eru svolítið góðu vanir og það er ekki bara landsliðið sem hefur gert vel heldur hefur verið mikil olía þannig þeir hafa haft það alltof gott í lengri tíma. Það er ekki annað hægt að segja en menn séu aðeins of góðu vanir og eru fljótir að vera fúlir ef ekki allt gengur upp,“ segir Þórir. Fyrir Þóri persónulega það erfiðasta sem hann hefur upplifað því móðir hans féll frá aðeins degi áður en EM í Svíþjóð hófst. Hann tók ákvörðun um að þjálfa norsk liðið á mótinu og fékk til þess fullan stuðning. „Mamma var búin að vera veik lengi og þó að það sé sorg er viss léttir að hún fékk að sleppa og hvíla. Ég var með stuðning hérna heima frá mínu fólki, bæði pabba og systkinum, og svo var ég með gott fólk í kringum mig í teyminu. Það bjargaði manni,“ segir Þórir Hergeirsson.Viðtalið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan en einnig má lesa ítarlegra viðtal við Þóri Hergeirsson í Fréttablaðinu á morgun. Handbolti Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs í handbolta kvenna, var ekki kominn í jólafrí fyrr en seint í desember eins og alltaf. Aðventunni eyðir hann í að vinna stórmót í handbolta með norska kvennalandsliðinu. Hann gerði norska liðið að Evrópumeisturum í þriðja sinn sem aðalþjálfari þess 18. desember eftir dramatískan sigur á Hollandi. Þetta var hans sjötta gull á stórmóti sem aðalþjálfari en í heildina eru þau tíu ef meðtalinu eru gullin sem hann vann sem aðstoðarþjálfari liðsins. Stendur þessi sigur upp úr hjá Þóri? „Þegar maður lítur til baka og skoðar þetta aftur þá lifir hvert mót sínu eigin lífi, þetta er allt svolítið mismunandi. Það eru mismunandi árskorarnir í hvert skipti þannig það er erfitt að raða þessu niður. Ég er þannig að ég lifi í núinu og þá er sá nýjasti sá besti,“ segir Þórir í viðtali við íþróttadeild 365 en fyrsti búturinn úr því var sýndur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Noregur er búinn að vera á eða við toppinn í norskum kvennahandbolta í áratugi. Liðið er vinsælt og fólk kætist yfir góðum árangri en Norðmenn eru orðnir aðeins of góðu vanir að sögn Þóris.Gefur manni orku „Þegar þú vinnur þá er allt gott og allt frábært. Þjálfarinn er kóngur og leikmennirnir drottningar. En ef við töpum eru allir hálvitar og vitleysingar og hafa ekki hundsvit á þessu og eru að gera tóma vitleysu,“ segir hann. „Þetta er svolítið af því sem dregur í mann. Að vinna hvetur mann áfram og eykur hvötina. Þetta gefur manni orku. Á hinn boginn ef maður tapar er sá sársauki og sú erfiða vinna að koma aftur eitthvað sem hvetur mann líka áfram. Þetta er blanda og hengur allt saman.“ „Norðmenn eru svolítið góðu vanir og það er ekki bara landsliðið sem hefur gert vel heldur hefur verið mikil olía þannig þeir hafa haft það alltof gott í lengri tíma. Það er ekki annað hægt að segja en menn séu aðeins of góðu vanir og eru fljótir að vera fúlir ef ekki allt gengur upp,“ segir Þórir. Fyrir Þóri persónulega það erfiðasta sem hann hefur upplifað því móðir hans féll frá aðeins degi áður en EM í Svíþjóð hófst. Hann tók ákvörðun um að þjálfa norsk liðið á mótinu og fékk til þess fullan stuðning. „Mamma var búin að vera veik lengi og þó að það sé sorg er viss léttir að hún fékk að sleppa og hvíla. Ég var með stuðning hérna heima frá mínu fólki, bæði pabba og systkinum, og svo var ég með gott fólk í kringum mig í teyminu. Það bjargaði manni,“ segir Þórir Hergeirsson.Viðtalið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan en einnig má lesa ítarlegra viðtal við Þóri Hergeirsson í Fréttablaðinu á morgun.
Handbolti Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira