Guðni Th.: Þurfum að einhenda okkur í það að skipa landinu ríkisstjórn Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 23. desember 2016 16:15 Forseti Íslands segist hafa ákveðið að bíða með næstu skref varðandi stjórnarmyndunarumboð eftir að Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata skilaði umboðinu. Það hefði getað truflað bæði þingstörf og stjórnarmyndunartilraunir ef þingmenn hefðu þurft að eiga við bæði verkefnin á þeim stutta tíma sem Alþingi hafði til að setja fjárlög. Guðni Th. Jóhannesson veitti Stöð 2 viðtal fyrr í dag um stöðuna í stjórnmálum landsins. Hann reiknar ekki með að veita neinum leiðtoga stjórnmálaflokkanna umboð til stjórnarmyndunar yfir jóladagana. Hann ítrekar hins vegar að leiðtogar stjórnmálaflokkanna geti hvenær sem er komið sér saman um myndun meirihlutastjórnar. Forsetinn er ánægður með þann anda sem ríkti á Alþingi síðustu tvær vikurnar og segir marga hafa haft það á orði við sig að svona ætti Alþingi að starfa. En töluvert vantaði upp á traust almennings til Alþingis eftir hrun. „Þannig að ég áleit að það væri ekki hundrað í hættunni þótt við dokuðum aðeins í stjórnarmyndunarviðræðum og leyfðum þingmönnum og stjórnmálaforingjum öllum að einbeita sér að störfum þingsins og við sáum einmitt óvenju góðan starfsanda í þinginu. Auðvitað eru aldrei allir ánægðir með niðurstöðu mála þegar fjárlög eru afgreidd en framgangsmátinn, málsmeðferðin... Ég hef heyrt í fólki sem segir: „Svona á þingið að starfa, ekki karp, ekki málþóf, sjónarmið koma fram og mál eru afgreidd.“ Ég held að þetta lofi góðu. Við höfum nýtt þing, þingmenn hafa aldrei verið yngri að meðaltali, reynslan lítil sem getur verið galli en líka kostur. Vonandi er þetta eitthvað sem við eigum eftir að sjá í framtíðinni en auðvitað þurfum við að einhenda okkur í það núna að skipa landinu ríkisstjórn,“ segir Guðni.Nánar verður rætt við forsetann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Alþingi Tengdar fréttir Segir ekki glitta í neinn meirihluta í fjárlaganefnd Fundur í fjárlaganefnd Alþingis stendur enn yfir og er búist við að hann standi fram á kvöld að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns nefndarinnar. 19. desember 2016 17:33 Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. 19. desember 2016 18:29 Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna. 20. desember 2016 12:31 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Forseti Íslands segist hafa ákveðið að bíða með næstu skref varðandi stjórnarmyndunarumboð eftir að Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata skilaði umboðinu. Það hefði getað truflað bæði þingstörf og stjórnarmyndunartilraunir ef þingmenn hefðu þurft að eiga við bæði verkefnin á þeim stutta tíma sem Alþingi hafði til að setja fjárlög. Guðni Th. Jóhannesson veitti Stöð 2 viðtal fyrr í dag um stöðuna í stjórnmálum landsins. Hann reiknar ekki með að veita neinum leiðtoga stjórnmálaflokkanna umboð til stjórnarmyndunar yfir jóladagana. Hann ítrekar hins vegar að leiðtogar stjórnmálaflokkanna geti hvenær sem er komið sér saman um myndun meirihlutastjórnar. Forsetinn er ánægður með þann anda sem ríkti á Alþingi síðustu tvær vikurnar og segir marga hafa haft það á orði við sig að svona ætti Alþingi að starfa. En töluvert vantaði upp á traust almennings til Alþingis eftir hrun. „Þannig að ég áleit að það væri ekki hundrað í hættunni þótt við dokuðum aðeins í stjórnarmyndunarviðræðum og leyfðum þingmönnum og stjórnmálaforingjum öllum að einbeita sér að störfum þingsins og við sáum einmitt óvenju góðan starfsanda í þinginu. Auðvitað eru aldrei allir ánægðir með niðurstöðu mála þegar fjárlög eru afgreidd en framgangsmátinn, málsmeðferðin... Ég hef heyrt í fólki sem segir: „Svona á þingið að starfa, ekki karp, ekki málþóf, sjónarmið koma fram og mál eru afgreidd.“ Ég held að þetta lofi góðu. Við höfum nýtt þing, þingmenn hafa aldrei verið yngri að meðaltali, reynslan lítil sem getur verið galli en líka kostur. Vonandi er þetta eitthvað sem við eigum eftir að sjá í framtíðinni en auðvitað þurfum við að einhenda okkur í það núna að skipa landinu ríkisstjórn,“ segir Guðni.Nánar verður rætt við forsetann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Alþingi Tengdar fréttir Segir ekki glitta í neinn meirihluta í fjárlaganefnd Fundur í fjárlaganefnd Alþingis stendur enn yfir og er búist við að hann standi fram á kvöld að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns nefndarinnar. 19. desember 2016 17:33 Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. 19. desember 2016 18:29 Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna. 20. desember 2016 12:31 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Segir ekki glitta í neinn meirihluta í fjárlaganefnd Fundur í fjárlaganefnd Alþingis stendur enn yfir og er búist við að hann standi fram á kvöld að sögn Haraldar Benediktssonar, formanns nefndarinnar. 19. desember 2016 17:33
Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. 19. desember 2016 18:29
Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna. 20. desember 2016 12:31