Enski boltinn

City í annað sætið eftir þriðja sigurinn í röð | Sjáðu mörkin

Það tók sinn tíma fyrir Manchester City að brjóta ísinn gegn Hull í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar, en City gerði út um leikinn á síðustu tuttugu mínútunum.

Fyrri hálfleikurinn var dauðinn á skriðbeltunum, en nákvæmlega ekkert gerðist í fyrri hálfleik og staðan var jöfn þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Fyrsta mark leiksins kom á 72. mínútu. Andrew Robertson gerði sig þá sekan um mjög klaufalegt brot á Raheem Sterling innan vítateigs og dæmd var vítaspyrna. Yaya Toure skoraði úr henni.

Sex mínútum síðar gerði varamaðurinn Kelechi Iheanacha annað mark City eftir undirbúning Kevin de Bruyne og David Silva. Raheem Sterling þrumaði svo boltanum í Curtis Davies og sjálfsmark staðreynd, en lokatölur urðu 3-0.

City er nú í öðru sætinu, sjö stigum á eftir Chelsea, sem er á toppnum eftir tólf sigurleiki í röð. Hull er á botninum með tólf stig og fjórum stigum frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×