Enski boltinn

Stóri Sam byrjar á jafntefli

Stóri Sam á hliðarlínunni í dag.
Stóri Sam á hliðarlínunni í dag. Vísir/Getty
Watford og Crystal Palace skildu jöfn, 1-1, í fyrsta leik dagsins af átta í enska boltanum, en þetta var fyrsti leikur Sam Allardyce sem stjóri Crystal Palace.

Palace var mikið betri aðilinn í fyrri hálfleik og Yohan Cabaye kom Palace yfir eftir frábæra sendingu frá Andros Townsend.

Christian Benteke fékk svo tækifæri til að tvöfalda forystuna af vítapunktinum ellefu mínútum síðar, en hann lét Heurelho Gomes verja ömurlega vítaspyrnu sína.

Staðan var 0-1 í hálfleik, Palace í vil, en Troy Deeney jafnaði metin af vítapunktinum á 72. mínútu með sínu hundraðasta marki fyrir Watford.

Jafntefli því staðreynd í fyrsta leik stóra Sam með Palace, en Palace er í sautjánda sætinu með 16 stig. Watford er í tíunda sætinu með 22 stig, en miðja deildarinnar er afar jöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×